Feb 7, 2003

Enginn smá dugnaður í blaðri! Í tilefni þess að það er kominn föstudagur er kominn tími á að skrifa eitthvað vitrænt og upplýsa leyndarmálið. Síðustu vikur hef ég verið að skjóta inn umræður í kaffitímum víðsvegar um borgina til að fá smá líf í þær. Oft hefur mér tekist ætlunarverk mitt og náð upp fjörugum umræðum eins og um sívinnsælt málefni Kára - hnjúka - virkjun. í því tilfelli var einhver að tala um að reysa Server farm (kíkið hér til að sjá skemmtilega útfærslu), en ég held að það virki ekki af ýmsum ástæðum s.s. flutningsgetu til og frá landinu, landfræðilegar, fjarlægð ofl.
En af öðru: hversu oft spáum við í því sem við erum að gera, erum við að gera réttu hlutina eða er einhver annar klárari. Spurning, það er mjög algengt að þegar maður byrjar að ræða viðkvæm mál og kemur með tillögur að þá er það kaffært með þessum orðum - þetta hefur verið reynt áður, þetta er of kostnaðarsamt, þú veist nú bara ekkert hvað þú ert að tala um, þú ert uppfullur af gagnslausum fræðum. - ég spyr á móti HVAÐ ER ÞAÐ SEM FÓLK HRÆÐIST?

No comments: