Ég er á Akureyri þessa dagana. Kom hingað 22. des beint í skötuna og hef dvalið í góðu yfirlæti hjá tengdó!!! Mikið borðað og mikið skoðað. Fórum á Jóladag á Húsavík og í gær að skoða skriður í Eyjafirði. En nú meira um það seinna.
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla, verð kominn heim annað kvöld...
Dec 27, 2006
Dec 12, 2006
Af laufabrauði og akstri
Ég gerðist svo frægur að keyra norður á Akureyri um síðustu helgi. Það var nú svaðilför hin mesta. Þvílík hálka að maður komst ekkert hraðar en 85...sem er nú kannski bara í góðu lagi. En tilgangur ferðarinnar var að skra út og steikja laufabrauð ásamt því að funda með skátunum á Akureyri. Ég stóð mig nú með prýði í hvoru tveggja þó ég segi sjálfur frá. Það vantaði pínu uppá að mér væri hrósað fyrir laufabrauðið svo ég tók uppá því að hrósa mér sjálfur, gekk líka svona glymrandi vel, gott hjá þér jón!!!
En já umræðuefni dagsins er óþolinmæði. Hvað er eiginlega að fólki, hvað varð um tilitssemi og hugsa vel til náungans. Það er mér hrein ráðgáta afhverju fólk getur ekki hlítt tilmælum lögreglu og beðið þegar um slys er að ræða, afhverju þurfa menn alltaf að vera með dónaskap eða ruddskap þegar þeim er sagt að bíða meðan verið er að rannsaka slysstað. Æi greyið þeir sem ekki komast á áfangastað þá mínútuna sem þeir ætluðu að fara...
En já umræðuefni dagsins er óþolinmæði. Hvað er eiginlega að fólki, hvað varð um tilitssemi og hugsa vel til náungans. Það er mér hrein ráðgáta afhverju fólk getur ekki hlítt tilmælum lögreglu og beðið þegar um slys er að ræða, afhverju þurfa menn alltaf að vera með dónaskap eða ruddskap þegar þeim er sagt að bíða meðan verið er að rannsaka slysstað. Æi greyið þeir sem ekki komast á áfangastað þá mínútuna sem þeir ætluðu að fara...
Dec 5, 2006
Það er best að upplýsa
Sko ég var bara plat handtekinn, enginn tollur eða neitt svoleiðis ;-) bara félagi minn sem er lögga var að sprella. En það er ótrúlegt hverju fólk trúir uppá mann...piff.
En jólin nálgast og fjörið hafið. Bakstur...ekki ég...kaupa gjafir...neyðist víst...þrífa...verð ég...já...og allt hitt. En jólin eru nú skemmtilegur tími róleg heit þar sem manni gefst tækifæri til að líta til baka yfir árið og á það sem framundan er á nýju ári.
En í þessum fáeinum línum hef ég nú ekkert sagt markvert. Hvernig væri að búa til eitthvað krassandi...hmmm...
En jólin nálgast og fjörið hafið. Bakstur...ekki ég...kaupa gjafir...neyðist víst...þrífa...verð ég...já...og allt hitt. En jólin eru nú skemmtilegur tími róleg heit þar sem manni gefst tækifæri til að líta til baka yfir árið og á það sem framundan er á nýju ári.
En í þessum fáeinum línum hef ég nú ekkert sagt markvert. Hvernig væri að búa til eitthvað krassandi...hmmm...
Nov 29, 2006
Ég var í Eisenbach
Ég fór og hitti súpergrúppuna í Eisenbach í þýskalandi um síðustu helgi. Þetta var mega dæmi og hér kemur stutt ferðasaga:
Föstudagur 24.11
Ferðafélaginn minn Ásgeir Einarsson rútubílstjóri með meiru pikkaði mig upp og haldið var út á flugvöll. Allt gekk eins og í sögu og flogið var með IcelandExpress til Frankfurt (middle of...) Hahn. Tókum þaðan rútuna til Frankfurt am main þar sem Christopher, Roland og Thomas tóku á móti okkur með fyrsta bjór ferðarinnar. Það var keyrt beint heim til gestgjafa helgarinnar Günther og Ingrid. Þau framleiða hin "stór"góða snafs Mirabelle. Okkur var að sjálfsögðu boðið í kjallarann til að bragða á þeim veigum úff. Að loknum snitzel og bjór og snafs og heimsókn heim til Thomasar var haldið í háttinn.
Laugardagur 25.11
Við sem héldum að föstudagurinn hefði verið strembinn það reyndist all rangt. Vaknað snemma og þar sem okkar beið mikið morgunverðahlaðborð. Síðan var haldið í skoðunarferð í kastala í nágrenninu og til Mittelberg bæjar þar sem við skoðuðum miðbæinn og klaustur rétt hjá. Næsta máltíð var kaka heima hjá Thomasi ásamt kaffi og bjór. Partýið sem allt snérist um byrjaði svo um sjö og innkoma okkar skömmu síðar. Fólk missti gjörsamlega andlitið þegar það sá okkur og mikið fjör fram á nótt.
Sunnudagur 26.11
Við fengum að sofa út...vaknað um ellefu þar sem úti biðu 50 hljóðfæraleikarar eftir því að fara með okkur í gönguferð. Best að viðra íslendingana. Haldið var á veitingastað þar sem ég "þunnur" beið eftir óætu villisvíni, vissi ekkert hvað ég var að panta þar sem ég var svo "þunnur". Því næst var farið með 10 manna hópi í fjallgöngu í skóginum þar sem vatnið í ferðinni reyndist vera hinn víðsfrægi Mirabelle snafs. Við drukkum svo meiri bjór á fjallaveitingastað, mjög fínn staður, ásamt smá eplavíni og Gluwein. Haldið var svo á localinn og borðuð pizza og drukkið mikið. Á þessum stað vinnur stórvinkona mín hún Renate sem gaf mér dagatal 2006 áritað...say no more...
Mánudagur 27.11
ÉG VAR HANDTEKINN.
keypti smá... og smá...
Komumst á endanum á flugvöllinn sem ég þarf að lýsa betur seinna. Ótrúlegur völlur. Lentum heima um miðnætti ánægðir en þreyttir eftir stórgóða ferð. Myndir væntanlegar um næstu helgi.
Oct 27, 2006
þá lítur út fyrir rólegri tíð
Jæja...það er kominn helgi á nýjan leik. Ég ákvað að taka helgina snemma og tók frí mér frí frá vinnu í dag. Það var nú bara til að geta unnið í málum sem hafa frestast síðustu vikur hjá mér. Skrifa styrkumsókn fyrir svaninn og sinna IMWe og Rovernet.eu. Maður þarf víst að hafa sín mál á hreinu áður en nýr mánuður rennur upp.
Ég hef verið eins og margur annar svolítið vellt fyrir mér þessu hvalveiðimáli. Ég veit ekki alveg í hvorn fótinn maður á að stíga í þessu máli. Að vissuleyti má færa rök fyrir því að nóg er af hvali í hafinu og við eigum rétt á að nýta hafsins auðlindir. En ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þess virði. Er það þess virði að íslendingar sé úthrópaðir um allan heim sem villimenn, reyndar eru við það hvort sem er. Ég bíð spenntur eftir hvort ég fái einhver viðbrögð á næsta fundi sem ég fer á í Amsterdam um miðjan nóv.
En ég þarf víst að halda skriftum áfram...
Ég hef verið eins og margur annar svolítið vellt fyrir mér þessu hvalveiðimáli. Ég veit ekki alveg í hvorn fótinn maður á að stíga í þessu máli. Að vissuleyti má færa rök fyrir því að nóg er af hvali í hafinu og við eigum rétt á að nýta hafsins auðlindir. En ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þess virði. Er það þess virði að íslendingar sé úthrópaðir um allan heim sem villimenn, reyndar eru við það hvort sem er. Ég bíð spenntur eftir hvort ég fái einhver viðbrögð á næsta fundi sem ég fer á í Amsterdam um miðjan nóv.
En ég þarf víst að halda skriftum áfram...
Oct 15, 2006
Hvað er þetta með veðrið þessa helgina? Rok og rigning, það kallast víst haust á íslandi og svo hefst veturinn á morgun skv. venju. Allt gott og blessað...En það þýðir víst ekkert að vera að bísnast yfir þessu maður velur sér viðfangsefnin nýtir raforkuna í botn og heldur á sér hita. Og já ætli maður skreppi ekki líka til annara landa til að fá smá uppliftingu á andanum :-)
En ég held ég fari nú að blogga oftar, lofa samt engu. Síðan ég skrifaði síðast hef ég farið á Gufuskála á dróttskátamót, farið norður, spilað tvisvar með Öndinni og í gær fór ég í brúðkaup. Ég held að þetta sé nokkuð gott að afreka þetta á einum mánuði eða svo.
Framundan er öllu rólegri tími. Ég sé fram á að klára baðherbergið í vikunni og svo ætti ég að geta unnið í nokkrum öðrum verkefnum sem hafa setið á hakanum sökum anna í vinnu.
Í gær fór ég í brúðkaup hjá Einari Jóni og Ezter. Þetta var fallegt brúðkaup og óvenjulegt að mörgu leiti. Að lokinni veislunni héldum við Álfheiður í smá partý hjá Steinunni frænku álfheiðar og ákváðu svo að labba heim. Þvílegt afrek, tók um 50 mín í góðu veðri. Enda vaknaði maður eiturhress í dag :-)
En ég held ég fari nú að blogga oftar, lofa samt engu. Síðan ég skrifaði síðast hef ég farið á Gufuskála á dróttskátamót, farið norður, spilað tvisvar með Öndinni og í gær fór ég í brúðkaup. Ég held að þetta sé nokkuð gott að afreka þetta á einum mánuði eða svo.
Framundan er öllu rólegri tími. Ég sé fram á að klára baðherbergið í vikunni og svo ætti ég að geta unnið í nokkrum öðrum verkefnum sem hafa setið á hakanum sökum anna í vinnu.
Í gær fór ég í brúðkaup hjá Einari Jóni og Ezter. Þetta var fallegt brúðkaup og óvenjulegt að mörgu leiti. Að lokinni veislunni héldum við Álfheiður í smá partý hjá Steinunni frænku álfheiðar og ákváðu svo að labba heim. Þvílegt afrek, tók um 50 mín í góðu veðri. Enda vaknaði maður eiturhress í dag :-)
Sep 17, 2006
Viðburðarríkur mánuður
Það hefur gengið á ýmsu það sem af er september. Hæst ber þó ferðinn með svaninum til Bad Orb um síðustu helgi. Við flugum út 7. sept til Frankfurt og þar tóku að sjálfsögðu hinir heimsfrægu gestgjafar okkar á móti okkur Christof og Christoph. Við spiluðum sem aldrei fyrr, var fagnað meira en áður, fengum meira af fríum bjór og nóg af snitzel og currywurst og frönskum. Hitinn var ekki nema um 30 stig, blóð sviti og tár. Mikið fjör mikið gaman, myndir komast væntanlega á netið í næstu viku.
Það er nú kannski rétt að færa þetta aðeins í stílinn, Sko...hvar eigum við að byrja...Guðný pissaði á skónna, Möggu samdi illa við klósettsetuna en Hornin náðu samhljómi. Brynjar bróðir Rúnars stjórnanda fékk rosalegan sektarmiða.
Annars hef ég ákveðið að setja mér ný viðmið í básúnuleik...
Það er nú kannski rétt að færa þetta aðeins í stílinn, Sko...hvar eigum við að byrja...Guðný pissaði á skónna, Möggu samdi illa við klósettsetuna en Hornin náðu samhljómi. Brynjar bróðir Rúnars stjórnanda fékk rosalegan sektarmiða.
Annars hef ég ákveðið að setja mér ný viðmið í básúnuleik...
Aug 30, 2006
Rockstar
Það er fátt eitt annað rætt þessa dagana á kaffistofum landsins en Rockstar og framganga Magna. Sjálfur hef ég nú haft lúmskt gaman að þessu enda skemmtileg tónlist í bland við blákaldan tilbúin raunveruleikan. Ég held eiginlega að galdurinn sé að taka þessu temmilega hátíðlega og þá kemst maður klakklaust frá þessu öllu :-) En eitt er víst að ég mun seint vaka sérstaklega eftir þessu, meira þarf að koma til.
Núna eru 9 dagar í Bad Orb...
Núna eru 9 dagar í Bad Orb...
Aug 26, 2006
Andlaus bloggari
Þetta er agalegt, eitt blogg á mánuði með það í skammstöfunum hvað gert var síðasta misserið. Ég fór út og kom heim var heima um versló og byrjaði að vinna eftir sumarfrí. Síðan var það Nordjamb og Gilwell og æfingar fyrir Menningarnótt, Öndinn sló í geng by the way, og já Lenka kom í heimsókn og ég sýndi henni landið og fór með hana í heimsókn til Ömmu sem seldi henni Lopapeysu. Núna er ég á Akureyri á akurueyrarvöku og Svansæfingar eru að hefjast því við förum út til Þýskalands eftir 14 daga eða svo.
kannski að ég fari að blogga á nýja leik...
kannski að ég fari að blogga á nýja leik...
Jul 7, 2006
Isle of Man
Sumarfríð er hafið! Við byrjuðum á því að heimsækja eyjuna Mön sem er rétt fyrir utan Livarpool, eða mitt á milli englands, skotlands og írlands. Á þessari eyju uðrum við vitni af Víkingabardaga sem Ingó klippari vinur minn tók þátt í og árlegum þingfundi eyjarskeggja. Manverjar segjast vera með elsta samfelda þingið í heiminum þar sem okkar þing tók pásu í 30 ár. En hvað um það ferðin var stórfín, sólbruni og alles. Við erum núna komin til Nottingham og gistum hjá foreldrum hennar Álfheiðar. Munum skoða okkur eitthvað um hér og fara svo til London eftir viku.
May 20, 2006
ég er hýr og ég er glöð jón er komin heim...
Ég hef ekki ritað mikið á þessa síðu síðustu vikur enda búinn að dvelja erlendis um helming af tímanum. Og hefst þá yfirferðin:
Eftir að hafa dvalið í nokkra daga á skerinu eftir hitasvelgjuna í protúgal var haldið til Rienck í Þýskalandi. Fyrsta stopp var SAGNO fundur fyrir vinnuna og svo tók IMWe við. IMWe var að sjálfsögðu snilld, ég lék brjálaðan vísindamann sem varð alltaf bilaðri og bilaðri þegar á leið vikuna. Ég verð að gera IMWe betri skil fljótlega þegar ég er búin að setja inn myndirnar.
Eftir 10 daga dvöl á landinu eftir IMWe var haldið til Houens Odde í Danmörku á Programme developers summit. Algjör snilld að hitta svona mikið af fólki sem er að vinna í nákvæmlega sömu hlutunum og ég. Með mér í þessa för fór Jenný sem er að vinna að sömu málum. Helgin gekk hreint út sagt frábærlega nema hvað á heimleiðinni misstum við nærri því af flugvélinni heim þar sem gellan á Billund neitaði að innrita okkur alla leið. Eftir mikil hlaup á Kastrup að þá hafðist það.
Amsterdam var helgina eftir það, fundur um Rovernet.eu. Ég hitti þar Permi frá Tékklandi og Mary frá Írlandi. Reyndar byrjaði helgin á heimsókn til Marielle og fjölsk. sem sýndu mér heimilið og nágrennið. Helginni eyddum við svo á labbi í Amsterdam m.a. skrautlegri skoðunarferð um rauða hverfið...
Síðasta helgi var síðan IMWeTeam fundur. Þar gerðum við upp IMWe og ýmis önnur mál. Fjórir nýrir komu í hópinn en þrír hættu þannig að það varð talsverð breyting. Þemað á næsta ári er Sherlock Holmes Murderd, London in Panic. Sem verður algjör snilld að vanda.
Framundan er síðasta vinnuferðin fyrir sumarið á Norræna skátaþingið í Færeyjum. En í kvöld verður haldið í stjórafmæli til Matta Sax sem fyllir hið mikla 30 í dag. Það ætti að verða gott stuð þar...more to come
Eftir að hafa dvalið í nokkra daga á skerinu eftir hitasvelgjuna í protúgal var haldið til Rienck í Þýskalandi. Fyrsta stopp var SAGNO fundur fyrir vinnuna og svo tók IMWe við. IMWe var að sjálfsögðu snilld, ég lék brjálaðan vísindamann sem varð alltaf bilaðri og bilaðri þegar á leið vikuna. Ég verð að gera IMWe betri skil fljótlega þegar ég er búin að setja inn myndirnar.
Eftir 10 daga dvöl á landinu eftir IMWe var haldið til Houens Odde í Danmörku á Programme developers summit. Algjör snilld að hitta svona mikið af fólki sem er að vinna í nákvæmlega sömu hlutunum og ég. Með mér í þessa för fór Jenný sem er að vinna að sömu málum. Helgin gekk hreint út sagt frábærlega nema hvað á heimleiðinni misstum við nærri því af flugvélinni heim þar sem gellan á Billund neitaði að innrita okkur alla leið. Eftir mikil hlaup á Kastrup að þá hafðist það.
Amsterdam var helgina eftir það, fundur um Rovernet.eu. Ég hitti þar Permi frá Tékklandi og Mary frá Írlandi. Reyndar byrjaði helgin á heimsókn til Marielle og fjölsk. sem sýndu mér heimilið og nágrennið. Helginni eyddum við svo á labbi í Amsterdam m.a. skrautlegri skoðunarferð um rauða hverfið...
Síðasta helgi var síðan IMWeTeam fundur. Þar gerðum við upp IMWe og ýmis önnur mál. Fjórir nýrir komu í hópinn en þrír hættu þannig að það varð talsverð breyting. Þemað á næsta ári er Sherlock Holmes Murderd, London in Panic. Sem verður algjör snilld að vanda.
Framundan er síðasta vinnuferðin fyrir sumarið á Norræna skátaþingið í Færeyjum. En í kvöld verður haldið í stjórafmæli til Matta Sax sem fyllir hið mikla 30 í dag. Það ætti að verða gott stuð þar...more to come
Apr 5, 2006
Portúgal
Jæja þá er ég kominn heim frá Portúgal. Þetta var náttúrulega bara snilld, þrátt fyrir að portúgalarnir hafi reynt að gefa mér fisk í öll mál. Það er svakalegt að fólk virðist gleyma því að ég er kjötæta. Ég var á mini ráðstefnu er nefndist Rovernet með fulltrúum frá bandalögum í evrópu. Þetta gekk ágætlega og var haldið á frábærum stað.
Eftir það fór ég til Drave sem er þorp í fjöllunum í portúgal sem skátarnir eru að kaupa og breyta í skátamiðstöð. Ekkert smá vegins flottur staður einangraður frá öllu öðru.
Á heimleiðinni keypti ég Highland Park...tilbúinn í næsta wisky kvöld...
Myndirnar eru á myndasíðunni!!!
Eftir það fór ég til Drave sem er þorp í fjöllunum í portúgal sem skátarnir eru að kaupa og breyta í skátamiðstöð. Ekkert smá vegins flottur staður einangraður frá öllu öðru.
Á heimleiðinni keypti ég Highland Park...tilbúinn í næsta wisky kvöld...
Myndirnar eru á myndasíðunni!!!
Mar 22, 2006
Ferðalög og það að vera upptekinn...
Ég lofaði því víst fyrir þó nokkru að setja einn póst á síðuna á viku, að minnsta kosti. Best að standa við það!
Síðustu misseri hafa verið erfið, mikið að gera í vinnunni og eins og stór vinur minn JGS benti réttilega á að þá er það sennilega að mestu leyti mér sjálfum að kenna. Reyndar var um síðustu helgi Skátaþing og það þýðir alltaf mjög mikið álag vikurnar fyrir það. Hitt er annað að í næsut viku er ég á leiðinni til Portúgal á RoverNet og í vikunni eftir það til Þýskalands á IMWe. Það bauð ég mig fram í og ber get engum öðrum en sjálfum mér kennt um það. En málið er að þetta er svo svakalega gaman að þessu og þess vegna er maður að þessu.
Í næstu viku eru Svanstónleikar í Ými, nánar tiltekið á þriðjudaginn. Lofa góðri skemmtun þeir hafjast kl. 20.
En sumarfríið er að skýrast. Í gær bókuðum við flug til London með Bristish Airways fyrir 12 þús kall á manninn fram og til baka, ekki slæmt það. Við förum út 3. júlí og komum heim aftur 19. júlí. Það er ekki alveg ákveðið hvað við gerum þarna í millitíðinni en að verður einhver þvælingur um bretlandseyjar. Verður ljúft að komast í gott frí, ekki varð mikið úr því í fyrra.
Síðustu misseri hafa verið erfið, mikið að gera í vinnunni og eins og stór vinur minn JGS benti réttilega á að þá er það sennilega að mestu leyti mér sjálfum að kenna. Reyndar var um síðustu helgi Skátaþing og það þýðir alltaf mjög mikið álag vikurnar fyrir það. Hitt er annað að í næsut viku er ég á leiðinni til Portúgal á RoverNet og í vikunni eftir það til Þýskalands á IMWe. Það bauð ég mig fram í og ber get engum öðrum en sjálfum mér kennt um það. En málið er að þetta er svo svakalega gaman að þessu og þess vegna er maður að þessu.
Í næstu viku eru Svanstónleikar í Ými, nánar tiltekið á þriðjudaginn. Lofa góðri skemmtun þeir hafjast kl. 20.
En sumarfríið er að skýrast. Í gær bókuðum við flug til London með Bristish Airways fyrir 12 þús kall á manninn fram og til baka, ekki slæmt það. Við förum út 3. júlí og komum heim aftur 19. júlí. Það er ekki alveg ákveðið hvað við gerum þarna í millitíðinni en að verður einhver þvælingur um bretlandseyjar. Verður ljúft að komast í gott frí, ekki varð mikið úr því í fyrra.
Mar 14, 2006
Stundum þarf maður að gera meira...
Það er víst svoleiðis að maður þarf stundum að gera meira en maður ætlar sér. Það er eiginlega svolítið lýsandi fyrir síðustu helgi. Eigum við að byrjan á föstudeginum:
Svansárshátíð: Álfheiður var á fullu að sinna þeim málum sem gildur limur í skemmtinefnd. Síðustu ár hef ég reynt að halda mig til hlés í þessum efnum og leyft öðrum að sjá um þetta mál. En ég komst víst ekki hjá því að leggja mitt af mörkum, hlusta, styðja, bera og allt það sem í svona undirbúningi felst. Úr varð besta skemmtun, ekki það að mitt innlegg hafi skipt miklu, en ég skemmti mér alla vega mjög vel. Gaman að hitta líka gamla hressa félaga á nýjan leik.
og svo kom laugardagurinn þunni framan af...
Ég fór víst á fætur snemma, sofnaði aftur og vaknaði, lagði mig pínulítið og tók svo strætó niður í Borgartún þar sem bíllinn var. Sóttum hann skiluðum dóti og komum okkur heim. mér fannst það frábær hugmynd eftir afrek dagsins að við myndum skella okkur í bíó...NEI auðvitað fékk ég símtal kl. 19:30 sem breytti öllu kvöldinu!!! Tveir strákar týndir í skátagöngu uppá Hellisheiði! Símtölin tóku að berast og þar sem ég bar ábyrgð á þessari göngu sem starfsmaður hreyfingarinnar að þá þurfti ég að taka að mér milligöngu milli skipuleggjenda göngunnar og annara. Skrapp uppá heiði fékk allar upplýsingar og skreið í bælið þegar heim var komið. Aumingja Álfheiður sat ein heima eftir þetta allt saman.
Þá tók sunnudagur við...
Vaknaði hress og kátur og gerði plön fyrir daginn, maður ætlar alltaf að nýta sunnudagana í það sem maður gat ekki gert hina daga vikunnar. Síminn hringir og ég beðinn um að hjálpa til uppá heiði. Snjókoma og allmenn bleyta. koma liðinu í Hveragerði í alvöru bleytu í sundlauginni! Gerði þetta með glöðu geði kom heim seinnipartinn og fór á bókasafnið og í sorpu. En þegar heim var komið sá ég að ég þrufti að skila upplýsingum um Róververkefnið mitt svo hægt væri að gefa það út. Mér til mikillar skelfingar sá ég að sá sem unnið hafði drögin af dæminu misskildi það og ég þurfti að setjast niður og skrifa dæmið allt frá grunni.
Helgin fyrir bí...
Svansárshátíð: Álfheiður var á fullu að sinna þeim málum sem gildur limur í skemmtinefnd. Síðustu ár hef ég reynt að halda mig til hlés í þessum efnum og leyft öðrum að sjá um þetta mál. En ég komst víst ekki hjá því að leggja mitt af mörkum, hlusta, styðja, bera og allt það sem í svona undirbúningi felst. Úr varð besta skemmtun, ekki það að mitt innlegg hafi skipt miklu, en ég skemmti mér alla vega mjög vel. Gaman að hitta líka gamla hressa félaga á nýjan leik.
og svo kom laugardagurinn þunni framan af...
Ég fór víst á fætur snemma, sofnaði aftur og vaknaði, lagði mig pínulítið og tók svo strætó niður í Borgartún þar sem bíllinn var. Sóttum hann skiluðum dóti og komum okkur heim. mér fannst það frábær hugmynd eftir afrek dagsins að við myndum skella okkur í bíó...NEI auðvitað fékk ég símtal kl. 19:30 sem breytti öllu kvöldinu!!! Tveir strákar týndir í skátagöngu uppá Hellisheiði! Símtölin tóku að berast og þar sem ég bar ábyrgð á þessari göngu sem starfsmaður hreyfingarinnar að þá þurfti ég að taka að mér milligöngu milli skipuleggjenda göngunnar og annara. Skrapp uppá heiði fékk allar upplýsingar og skreið í bælið þegar heim var komið. Aumingja Álfheiður sat ein heima eftir þetta allt saman.
Þá tók sunnudagur við...
Vaknaði hress og kátur og gerði plön fyrir daginn, maður ætlar alltaf að nýta sunnudagana í það sem maður gat ekki gert hina daga vikunnar. Síminn hringir og ég beðinn um að hjálpa til uppá heiði. Snjókoma og allmenn bleyta. koma liðinu í Hveragerði í alvöru bleytu í sundlauginni! Gerði þetta með glöðu geði kom heim seinnipartinn og fór á bókasafnið og í sorpu. En þegar heim var komið sá ég að ég þrufti að skila upplýsingum um Róververkefnið mitt svo hægt væri að gefa það út. Mér til mikillar skelfingar sá ég að sá sem unnið hafði drögin af dæminu misskildi það og ég þurfti að setjast niður og skrifa dæmið allt frá grunni.
Helgin fyrir bí...
Mar 9, 2006
Hva maður verður að blogga meira
Já það er víst satt að maður er allt of lélegur að blogga. Það hefur reyndar verið frekar mikið að gera hjá mér síðustu vikur og lítill tími til að sinna þessum málum. En ég lof hér með hátíðlega að reyna að standa mig betur í þessum málum.
Um síðustu helgi tók ég mér frí frá öllu og reyndi að gera sem allra allra minnst. Engin vinna bara afslöppun og koma skikki á ýmis mál. ÉG lýg þessu reyndar...á laugardaginn var æfingadagur í Svaninum en ég átti gott frí á sunnudaginn. Vikan byrjaði svo að sjálfsögðu með hvelli það eru næg verkefni sem standa fyrir dyrum þessa dagana í vinnunni. Skátaþing verður eftir rúma viku svo að maður verður víst að bretta upp ermar svo allt verði klárt í tíma.
Á morgun er árshátíð Svansins og mér er boðið í tvítugsafmæli á laugardaginn, annars er þetta lítið skipulagt þessa helgi. Ég held að ég sé að fá fráhvarfseinkenni frá ferðalögum, ég er búinn að vera heima hjá mér í þrjár vikur og ekkert skipulagt fyrr en eftir þrjár vikur...spáið í því!!!
Um síðustu helgi tók ég mér frí frá öllu og reyndi að gera sem allra allra minnst. Engin vinna bara afslöppun og koma skikki á ýmis mál. ÉG lýg þessu reyndar...á laugardaginn var æfingadagur í Svaninum en ég átti gott frí á sunnudaginn. Vikan byrjaði svo að sjálfsögðu með hvelli það eru næg verkefni sem standa fyrir dyrum þessa dagana í vinnunni. Skátaþing verður eftir rúma viku svo að maður verður víst að bretta upp ermar svo allt verði klárt í tíma.
Á morgun er árshátíð Svansins og mér er boðið í tvítugsafmæli á laugardaginn, annars er þetta lítið skipulagt þessa helgi. Ég held að ég sé að fá fráhvarfseinkenni frá ferðalögum, ég er búinn að vera heima hjá mér í þrjár vikur og ekkert skipulagt fyrr en eftir þrjár vikur...spáið í því!!!
Feb 27, 2006
Einu sinni í viku
Í kjölfar fyrirspurnar um hvort ég bloggaði bara frá útlöndum að þá neyðist ég víst til að bæta mig eitthvað í þessum málum. Markmiðið hjá mér er einfalt, setja eitthvað á bloggið amk einu sinni í viku. Það vildi bara þannig til að á einum mánuði er ég búinn að fara þrisvar sinnum erlendis á fundi ;-)
Síðustu helgi var ég heima, við notuðum laugardaginn í að fara á hina ýmsu markaði og að svona vinna það upp sem maður hefur verið að fresta síðustu vikur. á laugardagskvöldið var síðan hittingur hjá liðinu sem ég var með í THÍ og í gær sunnudag var marserað um allan laugardalinn spilandi með Svaninum í tilefni af Vetrarhátíð...nóg um upptalningu.
Í dag er eitthvað það fallegasta veður sem ég hef séð í langan tíma. Stilla og sól úti. Eitthvað annað en rigningarsuddinn og ókeðið í gær. Djöfull langar mig út, en nei ég þarf víst að taka mig á og klára að útbúa skýrslu og verkefni fyrir nýja skátadagskrá. Ég hef víst bara næstu þrjá daga í það verkefni.
Síðustu helgi var ég heima, við notuðum laugardaginn í að fara á hina ýmsu markaði og að svona vinna það upp sem maður hefur verið að fresta síðustu vikur. á laugardagskvöldið var síðan hittingur hjá liðinu sem ég var með í THÍ og í gær sunnudag var marserað um allan laugardalinn spilandi með Svaninum í tilefni af Vetrarhátíð...nóg um upptalningu.
Í dag er eitthvað það fallegasta veður sem ég hef séð í langan tíma. Stilla og sól úti. Eitthvað annað en rigningarsuddinn og ókeðið í gær. Djöfull langar mig út, en nei ég þarf víst að taka mig á og klára að útbúa skýrslu og verkefni fyrir nýja skátadagskrá. Ég hef víst bara næstu þrjá daga í það verkefni.
Feb 20, 2006
Afmæli á erlendri grund
Ég var í Þýskalandi um helgina. Ferðin hófst í Hannover þar sem ég fór í "suprice" partý hjá Chris vini mínum, hann varð þrítugur. Sérstakt að fara í svona afmæli í þýskalandi með eintómum þjóðverjum! Hann hafði komist á snoðir um hið óvænta. Eftir þó nokkra bjóra var haldið með hann niður í bæ þar sem hann þurfti að sópa rusl þar til að hann fyndi "hreina mey" (eins gott að Silvía Nótt var ekki í partýinu). Ótrúlegt en satt að þá fann hann hreina mey tiltölulega fljótlega og það var haldið til baka í kokteilagerð og fleira fjör.
Sjálfur átti ég afmæli á laugardaginn, eyddi því nú í stíf fundarhöld um IMWe. IMWe liðið var nú samt nokkuð gott við mig og söng afmælissöngin og gaf mér pakka :-) Takk fyrir öll sms og hringingarnar, þið björguðu deginum mínum :-)
En nú verð ég á íslandi næstu vikurnar, ekki vanþörf á þar.
Sjálfur átti ég afmæli á laugardaginn, eyddi því nú í stíf fundarhöld um IMWe. IMWe liðið var nú samt nokkuð gott við mig og söng afmælissöngin og gaf mér pakka :-) Takk fyrir öll sms og hringingarnar, þið björguðu deginum mínum :-)
En nú verð ég á íslandi næstu vikurnar, ekki vanþörf á þar.
Feb 12, 2006
Smá pistill frá Lundúnum!
Jæja ég er staddur í höfuðborg breska samveldisins, London. Var á skipulagsfundi um helgina fyrir Rovernet sem haldið verður í Portúgal í lok mars. Við vorum nú bara þrjú að funda og höfðum þetta nokkuð frjálslegt, eyddum gærdeginum í að ganga meðfram Thames ánni og stoppuðum á kaffihúsum og unnum og skoðuðum okkur um þess á milli. Virkaði ágætlega þar sem við vorum nú bara þrjú. Í gærkvöldi var svo borðað á veitingastaðnum ASK þar sem við hittum Radu og Joao sem einnig áttu að vera að vinna að þessu með mér, Mary og Johanna. Góður fundur en ég á ekki bókað flug fyrr en í kvöld, út er rigning, og ég sit á Paddington lestarstöðinni sötrandi Öl og skrifa á blogger. Ágætt að fá tækifæri til að sitja og gera það sem manni langar til.
Næsta föstudag er stefnan tekin á þýskalands þar sem ég er að fara í þrítugsafmæli og síðan á IMWe fund. Verður mikið fjör...more to come
Feb 5, 2006
Silvía Nótt
Ég afrekaði, eins og margur annar, að horfa á Söngvakeppni sjónvarpsins í gær. Það verður að segjast að fjölbreytni í lagavalinu í þessari keppni er frábær en það sem stóð uppúr var Silvía Nótt. Ég verð nú að viðurkenna að mér þótti ekki mikið koma til þáttana á skjá 1 en í gær rokkaði hún, flottur karekter sem er spilað vel úr. Svo ég vona svo sannarlega að hún verði framlag okkar í Eurovision í ár!!!
Jan 30, 2006
VÁ
Þetta er agalegt...mánuðurinn að verða búinn...sá fyrsti á þess ári...úff...hvað varð um hann. Það er svo sem búið að vera nóg að gera!
Um síðustu helgi var ég á fundi í Kandersteg í Sviss. Ferðalagið tók ekki nema 13 tíma en samt alltaf gaman að koma þangað. Ferðalagið út gekk framar vonum og við vorum komin á staðinn rétt eftir kvöldmat á föstudag. Þá var strax hafist handa við fundarhöld og þeim var ekki hætt fyrr en á hádegi á sunnudag. Þá tók við ferðalagið heim. Þegar við komum til Zurich til að taka flugið til London uppgötvaðist að við bókuðum flug á vitlausan flugvöll í London. Í staðinn fyrir heathrow flugum við á Lonon City Airport, hann er svona svipaður aðstærð og Reykjavíkurflugvöllur og þangað fljúga bara minni en 100 farþega vélar. Þá tók við tveggja tíma ferðalag með London Underground og Heathrow express til að ná vélinni heim, sem við rétt náðum. Ég sit heima núna veikur eftir þetta allt saman...úff...
Um síðustu helgi var ég á fundi í Kandersteg í Sviss. Ferðalagið tók ekki nema 13 tíma en samt alltaf gaman að koma þangað. Ferðalagið út gekk framar vonum og við vorum komin á staðinn rétt eftir kvöldmat á föstudag. Þá var strax hafist handa við fundarhöld og þeim var ekki hætt fyrr en á hádegi á sunnudag. Þá tók við ferðalagið heim. Þegar við komum til Zurich til að taka flugið til London uppgötvaðist að við bókuðum flug á vitlausan flugvöll í London. Í staðinn fyrir heathrow flugum við á Lonon City Airport, hann er svona svipaður aðstærð og Reykjavíkurflugvöllur og þangað fljúga bara minni en 100 farþega vélar. Þá tók við tveggja tíma ferðalag með London Underground og Heathrow express til að ná vélinni heim, sem við rétt náðum. Ég sit heima núna veikur eftir þetta allt saman...úff...
Jan 12, 2006
Nýja árið byrjar með hvelli
Það má segja það að eitthvað hafi beðið af verkefnum í vinnunni, þetta er svona þegar maður ákveður að taka sér smá frí yfir hátíðarnar. Þetta er allt að komast í gang á nýjan leik og ég er að ná áttum.
Við reyndar tókum okkur frí um síðustu helgi, ég og Álfheiður, og héldum í bústað í Miðhúsaskógi, frábært dæmi til að hlaða batteríin fyrir törnina framundan.
Síðan bætist við þetta að Pabbi er í prófkjörsbaráttu og maður reynir að gera sitt besta til að aðstoða hann í því. Hann er kominn með síðu og allt: www.simnet.is/bragimich
En ótrúlegt en satt að þá frestaðist námskeiðið sem ég átti að vera með um helgina og þess í stað á að halda í hellaferð á laugardaginn...meira um það síðar.
Við reyndar tókum okkur frí um síðustu helgi, ég og Álfheiður, og héldum í bústað í Miðhúsaskógi, frábært dæmi til að hlaða batteríin fyrir törnina framundan.
Síðan bætist við þetta að Pabbi er í prófkjörsbaráttu og maður reynir að gera sitt besta til að aðstoða hann í því. Hann er kominn með síðu og allt: www.simnet.is/bragimich
En ótrúlegt en satt að þá frestaðist námskeiðið sem ég átti að vera með um helgina og þess í stað á að halda í hellaferð á laugardaginn...meira um það síðar.
Jan 2, 2006
Árið
Gleðilegt ár öll sömul, vona að þið hafið haft það sem best yfir hátíðirnar. Ég allavega fékk kærkomið frí og afslöppun. át á mig gat að sjálfsögðu.
Það er til siðs hjá mér að gera upp gamla árið svona í upphafi þess nýja og horfa örlítið fram á veginn...enginn breyting á því nú og hefst þá upptalningin:
janúar
Ég fór á ráðstefnu í Hollandi með Jóni Grétari um viðurkenningu á sjálfboðaliðastörfum. Nokkuð gott dæmi. Já og ég útskrifaðist sem Viðskiptafræðingur, ekki að það hafi breytt nokkru fyrir mig en :-)
febrúar
Ég fór til Slóvakíu og Þýskalands í þessum mánuði á fundi. Síðan varð ég 27 ára, svei mér þá að maður eldist.
mars
Tja já hvað var það nú! Já ég fór á Róverfund í Frakklandi og á IMWe í Þýskalandi. IMWe var frábært og gaman að kynnast aðeins austur þýskalandi.
apríl
Ég komst að því að það er hægt að leigja þjóðverja fyrir lítinn pening, ekki slæmt það. Við héldum stórglæsilega Svanstónleika og Skátaþing var haldið á Úlfljótsvatni.
maí
Þetta var nú eiginlega sumarfrísmánuðurinn minn. Við Álfheiður fórum til Heidelberg og Frankfurt í Þýskalandi og áttum saman yndislega viku. Síðan fór ég á IMWefund og á ráðstefnu í Lúxemborg um dagskrár og þjálfunarmál skátahreyfingarinnar.
júní
Vinnan byrjaði að aukast fyrir Landsmót skáta. Mikil skipulagning og fáir frí dagar
Júlí
Landsmót skáta var haldið með pomp og pragt. Ég hafði umsjón með fjölmiðlum, 700 erlendum skátum og öðru tilfallandi. Frá miðjum júlí og fram í ágúst var vinnudagurinn 18 tímar á sólarhring að lágmarki. En allt gekk þetta þó upp og endaði vel.
ágúst
Menningarnótt með Öndinni á Kaffi Vín er ómissandi þáttur í tilverunni. Álfheiður varð 20 ára + 4.
September
Frábært afmæli IMWe í Þýskalandi. SAMAN mótið var haldið í Þórsmörk og RAP vinnan byrjði af alvöru.
Október
Fór tvisvar til Genf. Fyrra skiptið á Róverfund og seinna í atvinnuviðtal. Fékk ekki vinnuna en þetta var skemmtilegur og fræðandi skóli.
Nóvember
Keypti íbúð og fór ekkert til útlanda, tja ég fór reyndar í svaðalega sjóferð til Vestmannaeyja og hélt námskeið þar.
Desember
Jóla hjól...fór kom sá og sigraði. Ég fór til London helgina fyrir jól á Róverfund. Eyddi jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.
En hvað er svo framundan jón á nýju ári?
Ég verð talsvert á ferð og flugi fyrrihluta ársins. Verð ekki einu sinni heima á afmælinu mínu spáið í því. En ég held að þetta verði líka mjög skemmtilegur tími framundan...kemur í ljós...
Það er til siðs hjá mér að gera upp gamla árið svona í upphafi þess nýja og horfa örlítið fram á veginn...enginn breyting á því nú og hefst þá upptalningin:
janúar
Ég fór á ráðstefnu í Hollandi með Jóni Grétari um viðurkenningu á sjálfboðaliðastörfum. Nokkuð gott dæmi. Já og ég útskrifaðist sem Viðskiptafræðingur, ekki að það hafi breytt nokkru fyrir mig en :-)
febrúar
Ég fór til Slóvakíu og Þýskalands í þessum mánuði á fundi. Síðan varð ég 27 ára, svei mér þá að maður eldist.
mars
Tja já hvað var það nú! Já ég fór á Róverfund í Frakklandi og á IMWe í Þýskalandi. IMWe var frábært og gaman að kynnast aðeins austur þýskalandi.
apríl
Ég komst að því að það er hægt að leigja þjóðverja fyrir lítinn pening, ekki slæmt það. Við héldum stórglæsilega Svanstónleika og Skátaþing var haldið á Úlfljótsvatni.
maí
Þetta var nú eiginlega sumarfrísmánuðurinn minn. Við Álfheiður fórum til Heidelberg og Frankfurt í Þýskalandi og áttum saman yndislega viku. Síðan fór ég á IMWefund og á ráðstefnu í Lúxemborg um dagskrár og þjálfunarmál skátahreyfingarinnar.
júní
Vinnan byrjaði að aukast fyrir Landsmót skáta. Mikil skipulagning og fáir frí dagar
Júlí
Landsmót skáta var haldið með pomp og pragt. Ég hafði umsjón með fjölmiðlum, 700 erlendum skátum og öðru tilfallandi. Frá miðjum júlí og fram í ágúst var vinnudagurinn 18 tímar á sólarhring að lágmarki. En allt gekk þetta þó upp og endaði vel.
ágúst
Menningarnótt með Öndinni á Kaffi Vín er ómissandi þáttur í tilverunni. Álfheiður varð 20 ára + 4.
September
Frábært afmæli IMWe í Þýskalandi. SAMAN mótið var haldið í Þórsmörk og RAP vinnan byrjði af alvöru.
Október
Fór tvisvar til Genf. Fyrra skiptið á Róverfund og seinna í atvinnuviðtal. Fékk ekki vinnuna en þetta var skemmtilegur og fræðandi skóli.
Nóvember
Keypti íbúð og fór ekkert til útlanda, tja ég fór reyndar í svaðalega sjóferð til Vestmannaeyja og hélt námskeið þar.
Desember
Jóla hjól...fór kom sá og sigraði. Ég fór til London helgina fyrir jól á Róverfund. Eyddi jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.
En hvað er svo framundan jón á nýju ári?
Ég verð talsvert á ferð og flugi fyrrihluta ársins. Verð ekki einu sinni heima á afmælinu mínu spáið í því. En ég held að þetta verði líka mjög skemmtilegur tími framundan...kemur í ljós...
Subscribe to:
Posts (Atom)