May 20, 2006

ég er hýr og ég er glöð jón er komin heim...

Ég hef ekki ritað mikið á þessa síðu síðustu vikur enda búinn að dvelja erlendis um helming af tímanum. Og hefst þá yfirferðin:
Eftir að hafa dvalið í nokkra daga á skerinu eftir hitasvelgjuna í protúgal var haldið til Rienck í Þýskalandi. Fyrsta stopp var SAGNO fundur fyrir vinnuna og svo tók IMWe við. IMWe var að sjálfsögðu snilld, ég lék brjálaðan vísindamann sem varð alltaf bilaðri og bilaðri þegar á leið vikuna. Ég verð að gera IMWe betri skil fljótlega þegar ég er búin að setja inn myndirnar.

Eftir 10 daga dvöl á landinu eftir IMWe var haldið til Houens Odde í Danmörku á Programme developers summit. Algjör snilld að hitta svona mikið af fólki sem er að vinna í nákvæmlega sömu hlutunum og ég. Með mér í þessa för fór Jenný sem er að vinna að sömu málum. Helgin gekk hreint út sagt frábærlega nema hvað á heimleiðinni misstum við nærri því af flugvélinni heim þar sem gellan á Billund neitaði að innrita okkur alla leið. Eftir mikil hlaup á Kastrup að þá hafðist það.

Amsterdam var helgina eftir það, fundur um Rovernet.eu. Ég hitti þar Permi frá Tékklandi og Mary frá Írlandi. Reyndar byrjaði helgin á heimsókn til Marielle og fjölsk. sem sýndu mér heimilið og nágrennið. Helginni eyddum við svo á labbi í Amsterdam m.a. skrautlegri skoðunarferð um rauða hverfið...

Síðasta helgi var síðan IMWeTeam fundur. Þar gerðum við upp IMWe og ýmis önnur mál. Fjórir nýrir komu í hópinn en þrír hættu þannig að það varð talsverð breyting. Þemað á næsta ári er Sherlock Holmes Murderd, London in Panic. Sem verður algjör snilld að vanda.

Framundan er síðasta vinnuferðin fyrir sumarið á Norræna skátaþingið í Færeyjum. En í kvöld verður haldið í stjórafmæli til Matta Sax sem fyllir hið mikla 30 í dag. Það ætti að verða gott stuð þar...more to come

1 comment:

Anonymous said...

viltu fara að setja inn myndir frá imwe! ;)