Apr 5, 2006

Portúgal

Jæja þá er ég kominn heim frá Portúgal. Þetta var náttúrulega bara snilld, þrátt fyrir að portúgalarnir hafi reynt að gefa mér fisk í öll mál. Það er svakalegt að fólk virðist gleyma því að ég er kjötæta. Ég var á mini ráðstefnu er nefndist Rovernet með fulltrúum frá bandalögum í evrópu. Þetta gekk ágætlega og var haldið á frábærum stað.

Eftir það fór ég til Drave sem er þorp í fjöllunum í portúgal sem skátarnir eru að kaupa og breyta í skátamiðstöð. Ekkert smá vegins flottur staður einangraður frá öllu öðru.

Á heimleiðinni keypti ég Highland Park...tilbúinn í næsta wisky kvöld...

Myndirnar eru á myndasíðunni!!!

3 comments:

Anonymous said...

Obrigado....Kv. Hjaltinn

Anonymous said...

Hvernig stendur á því að slóðin á myndasíðuna er http://public.fotki.com/joningvar/rovernet_2007/ ?? Er ekki örugglega 2006 hjá þér líka?

Sævar

Jón Grétar said...

Helvíti fínar myndir, hlakka til að kíkja þangað. Mundu svo að fiskurinn er hollur fyrir þig, hvers konar Frónbúi ertu eiginlega!!