Ég lofaði því víst fyrir þó nokkru að setja einn póst á síðuna á viku, að minnsta kosti. Best að standa við það!
Síðustu misseri hafa verið erfið, mikið að gera í vinnunni og eins og stór vinur minn JGS benti réttilega á að þá er það sennilega að mestu leyti mér sjálfum að kenna. Reyndar var um síðustu helgi Skátaþing og það þýðir alltaf mjög mikið álag vikurnar fyrir það. Hitt er annað að í næsut viku er ég á leiðinni til Portúgal á RoverNet og í vikunni eftir það til Þýskalands á IMWe. Það bauð ég mig fram í og ber get engum öðrum en sjálfum mér kennt um það. En málið er að þetta er svo svakalega gaman að þessu og þess vegna er maður að þessu.
Í næstu viku eru Svanstónleikar í Ými, nánar tiltekið á þriðjudaginn. Lofa góðri skemmtun þeir hafjast kl. 20.
En sumarfríið er að skýrast. Í gær bókuðum við flug til London með Bristish Airways fyrir 12 þús kall á manninn fram og til baka, ekki slæmt það. Við förum út 3. júlí og komum heim aftur 19. júlí. Það er ekki alveg ákveðið hvað við gerum þarna í millitíðinni en að verður einhver þvælingur um bretlandseyjar. Verður ljúft að komast í gott frí, ekki varð mikið úr því í fyrra.
Mar 22, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment