Já það er víst satt að maður er allt of lélegur að blogga. Það hefur reyndar verið frekar mikið að gera hjá mér síðustu vikur og lítill tími til að sinna þessum málum. En ég lof hér með hátíðlega að reyna að standa mig betur í þessum málum.
Um síðustu helgi tók ég mér frí frá öllu og reyndi að gera sem allra allra minnst. Engin vinna bara afslöppun og koma skikki á ýmis mál. ÉG lýg þessu reyndar...á laugardaginn var æfingadagur í Svaninum en ég átti gott frí á sunnudaginn. Vikan byrjaði svo að sjálfsögðu með hvelli það eru næg verkefni sem standa fyrir dyrum þessa dagana í vinnunni. Skátaþing verður eftir rúma viku svo að maður verður víst að bretta upp ermar svo allt verði klárt í tíma.
Á morgun er árshátíð Svansins og mér er boðið í tvítugsafmæli á laugardaginn, annars er þetta lítið skipulagt þessa helgi. Ég held að ég sé að fá fráhvarfseinkenni frá ferðalögum, ég er búinn að vera heima hjá mér í þrjár vikur og ekkert skipulagt fyrr en eftir þrjár vikur...spáið í því!!!
Mar 9, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment