Feb 20, 2006

Afmæli á erlendri grund

Ég var í Þýskalandi um helgina. Ferðin hófst í Hannover þar sem ég fór í "suprice" partý hjá Chris vini mínum, hann varð þrítugur. Sérstakt að fara í svona afmæli í þýskalandi með eintómum þjóðverjum! Hann hafði komist á snoðir um hið óvænta. Eftir þó nokkra bjóra var haldið með hann niður í bæ þar sem hann þurfti að sópa rusl þar til að hann fyndi "hreina mey" (eins gott að Silvía Nótt var ekki í partýinu). Ótrúlegt en satt að þá fann hann hreina mey tiltölulega fljótlega og það var haldið til baka í kokteilagerð og fleira fjör.

Sjálfur átti ég afmæli á laugardaginn, eyddi því nú í stíf fundarhöld um IMWe. IMWe liðið var nú samt nokkuð gott við mig og söng afmælissöngin og gaf mér pakka :-) Takk fyrir öll sms og hringingarnar, þið björguðu deginum mínum :-)

En nú verð ég á íslandi næstu vikurnar, ekki vanþörf á þar.

2 comments:

Anonymous said...

Til hamingju med daginn um daginn

Fríður Finna said...

hvernig er það, bloggaru bara í útlöndum? ;o)