Þetta er agalegt...mánuðurinn að verða búinn...sá fyrsti á þess ári...úff...hvað varð um hann. Það er svo sem búið að vera nóg að gera!
Um síðustu helgi var ég á fundi í Kandersteg í Sviss. Ferðalagið tók ekki nema 13 tíma en samt alltaf gaman að koma þangað. Ferðalagið út gekk framar vonum og við vorum komin á staðinn rétt eftir kvöldmat á föstudag. Þá var strax hafist handa við fundarhöld og þeim var ekki hætt fyrr en á hádegi á sunnudag. Þá tók við ferðalagið heim. Þegar við komum til Zurich til að taka flugið til London uppgötvaðist að við bókuðum flug á vitlausan flugvöll í London. Í staðinn fyrir heathrow flugum við á Lonon City Airport, hann er svona svipaður aðstærð og Reykjavíkurflugvöllur og þangað fljúga bara minni en 100 farþega vélar. Þá tók við tveggja tíma ferðalag með London Underground og Heathrow express til að ná vélinni heim, sem við rétt náðum. Ég sit heima núna veikur eftir þetta allt saman...úff...
Jan 30, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment