Jan 2, 2006

Árið

Gleðilegt ár öll sömul, vona að þið hafið haft það sem best yfir hátíðirnar. Ég allavega fékk kærkomið frí og afslöppun. át á mig gat að sjálfsögðu.

Það er til siðs hjá mér að gera upp gamla árið svona í upphafi þess nýja og horfa örlítið fram á veginn...enginn breyting á því nú og hefst þá upptalningin:

janúar
Ég fór á ráðstefnu í Hollandi með Jóni Grétari um viðurkenningu á sjálfboðaliðastörfum. Nokkuð gott dæmi. Já og ég útskrifaðist sem Viðskiptafræðingur, ekki að það hafi breytt nokkru fyrir mig en :-)

febrúar
Ég fór til Slóvakíu og Þýskalands í þessum mánuði á fundi. Síðan varð ég 27 ára, svei mér þá að maður eldist.

mars
Tja já hvað var það nú! Já ég fór á Róverfund í Frakklandi og á IMWe í Þýskalandi. IMWe var frábært og gaman að kynnast aðeins austur þýskalandi.

apríl
Ég komst að því að það er hægt að leigja þjóðverja fyrir lítinn pening, ekki slæmt það. Við héldum stórglæsilega Svanstónleika og Skátaþing var haldið á Úlfljótsvatni.

maí
Þetta var nú eiginlega sumarfrísmánuðurinn minn. Við Álfheiður fórum til Heidelberg og Frankfurt í Þýskalandi og áttum saman yndislega viku. Síðan fór ég á IMWefund og á ráðstefnu í Lúxemborg um dagskrár og þjálfunarmál skátahreyfingarinnar.

júní
Vinnan byrjaði að aukast fyrir Landsmót skáta. Mikil skipulagning og fáir frí dagar

Júlí
Landsmót skáta var haldið með pomp og pragt. Ég hafði umsjón með fjölmiðlum, 700 erlendum skátum og öðru tilfallandi. Frá miðjum júlí og fram í ágúst var vinnudagurinn 18 tímar á sólarhring að lágmarki. En allt gekk þetta þó upp og endaði vel.

ágúst
Menningarnótt með Öndinni á Kaffi Vín er ómissandi þáttur í tilverunni. Álfheiður varð 20 ára + 4.

September
Frábært afmæli IMWe í Þýskalandi. SAMAN mótið var haldið í Þórsmörk og RAP vinnan byrjði af alvöru.

Október
Fór tvisvar til Genf. Fyrra skiptið á Róverfund og seinna í atvinnuviðtal. Fékk ekki vinnuna en þetta var skemmtilegur og fræðandi skóli.

Nóvember
Keypti íbúð og fór ekkert til útlanda, tja ég fór reyndar í svaðalega sjóferð til Vestmannaeyja og hélt námskeið þar.

Desember
Jóla hjól...fór kom sá og sigraði. Ég fór til London helgina fyrir jól á Róverfund. Eyddi jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.

En hvað er svo framundan jón á nýju ári?
Ég verð talsvert á ferð og flugi fyrrihluta ársins. Verð ekki einu sinni heima á afmælinu mínu spáið í því. En ég held að þetta verði líka mjög skemmtilegur tími framundan...kemur í ljós...

No comments: