Það má segja það að eitthvað hafi beðið af verkefnum í vinnunni, þetta er svona þegar maður ákveður að taka sér smá frí yfir hátíðarnar. Þetta er allt að komast í gang á nýjan leik og ég er að ná áttum.
Við reyndar tókum okkur frí um síðustu helgi, ég og Álfheiður, og héldum í bústað í Miðhúsaskógi, frábært dæmi til að hlaða batteríin fyrir törnina framundan.
Síðan bætist við þetta að Pabbi er í prófkjörsbaráttu og maður reynir að gera sitt besta til að aðstoða hann í því. Hann er kominn með síðu og allt: www.simnet.is/bragimich
En ótrúlegt en satt að þá frestaðist námskeiðið sem ég átti að vera með um helgina og þess í stað á að halda í hellaferð á laugardaginn...meira um það síðar.
Jan 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment