Oct 15, 2006

Hvað er þetta með veðrið þessa helgina? Rok og rigning, það kallast víst haust á íslandi og svo hefst veturinn á morgun skv. venju. Allt gott og blessað...En það þýðir víst ekkert að vera að bísnast yfir þessu maður velur sér viðfangsefnin nýtir raforkuna í botn og heldur á sér hita. Og já ætli maður skreppi ekki líka til annara landa til að fá smá uppliftingu á andanum :-)

En ég held ég fari nú að blogga oftar, lofa samt engu. Síðan ég skrifaði síðast hef ég farið á Gufuskála á dróttskátamót, farið norður, spilað tvisvar með Öndinni og í gær fór ég í brúðkaup. Ég held að þetta sé nokkuð gott að afreka þetta á einum mánuði eða svo.

Framundan er öllu rólegri tími. Ég sé fram á að klára baðherbergið í vikunni og svo ætti ég að geta unnið í nokkrum öðrum verkefnum sem hafa setið á hakanum sökum anna í vinnu.

Í gær fór ég í brúðkaup hjá Einari Jóni og Ezter. Þetta var fallegt brúðkaup og óvenjulegt að mörgu leiti. Að lokinni veislunni héldum við Álfheiður í smá partý hjá Steinunni frænku álfheiðar og ákváðu svo að labba heim. Þvílegt afrek, tók um 50 mín í góðu veðri. Enda vaknaði maður eiturhress í dag :-)

No comments: