Oct 27, 2006

þá lítur út fyrir rólegri tíð

Jæja...það er kominn helgi á nýjan leik. Ég ákvað að taka helgina snemma og tók frí mér frí frá vinnu í dag. Það var nú bara til að geta unnið í málum sem hafa frestast síðustu vikur hjá mér. Skrifa styrkumsókn fyrir svaninn og sinna IMWe og Rovernet.eu. Maður þarf víst að hafa sín mál á hreinu áður en nýr mánuður rennur upp.

Ég hef verið eins og margur annar svolítið vellt fyrir mér þessu hvalveiðimáli. Ég veit ekki alveg í hvorn fótinn maður á að stíga í þessu máli. Að vissuleyti má færa rök fyrir því að nóg er af hvali í hafinu og við eigum rétt á að nýta hafsins auðlindir. En ég velti því fyrir mér hvort þetta sé þess virði. Er það þess virði að íslendingar sé úthrópaðir um allan heim sem villimenn, reyndar eru við það hvort sem er. Ég bíð spenntur eftir hvort ég fái einhver viðbrögð á næsta fundi sem ég fer á í Amsterdam um miðjan nóv.

En ég þarf víst að halda skriftum áfram...

No comments: