Ég gerðist svo frægur að keyra norður á Akureyri um síðustu helgi. Það var nú svaðilför hin mesta. Þvílík hálka að maður komst ekkert hraðar en 85...sem er nú kannski bara í góðu lagi. En tilgangur ferðarinnar var að skra út og steikja laufabrauð ásamt því að funda með skátunum á Akureyri. Ég stóð mig nú með prýði í hvoru tveggja þó ég segi sjálfur frá. Það vantaði pínu uppá að mér væri hrósað fyrir laufabrauðið svo ég tók uppá því að hrósa mér sjálfur, gekk líka svona glymrandi vel, gott hjá þér jón!!!
En já umræðuefni dagsins er óþolinmæði. Hvað er eiginlega að fólki, hvað varð um tilitssemi og hugsa vel til náungans. Það er mér hrein ráðgáta afhverju fólk getur ekki hlítt tilmælum lögreglu og beðið þegar um slys er að ræða, afhverju þurfa menn alltaf að vera með dónaskap eða ruddskap þegar þeim er sagt að bíða meðan verið er að rannsaka slysstað. Æi greyið þeir sem ekki komast á áfangastað þá mínútuna sem þeir ætluðu að fara...
Dec 12, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment