Sep 30, 2003

ég átti aldeilis viðburðaríka helgi! eins og áður hefur komið fram tók ég þátt í MSB 2003 á Bifröst - helv...gaman. Mitt lið var í 5 sæti fyrir helgi í riðlinum, við sigruðum óvænt riðilinn, fengum 10 fyrir stefnumótunarskýrsluna og kynninguna og komumst þannig við mikinn fögnuð í fjögra liða úrslit. Við enduðum í fjórða sæti en sigurinn var samt sætur. Í úrslitum kynntum við fyrir 9 dómurum úr atvinnulífinu sem spurðu okkur erfiðra spurninga. Mjög góður skóli!

Sep 24, 2003

en ætli maður þurfi ekki að skrifa einhverja hugleiðingu! Það er furðulegt að úti í heimi, hér á íslandi og í Færeyjum er virkilega fólk sem hefur gaman af því að búa til Vírusa sem ráðast á netkerfi í gegnum tölvur hjá saklausum semítölvukunnáttumönnum...hvað er að...hefur þetta fólk ekkert við tíman að gera? ég bara spyr. Ég eyddi tveimur tímum í gær í skólanum í að láta yfirfara tölvuna mína svo að ég fengi náðsamlegt leyfi til að nota þráðlausa netið...pælið í því...ég notaði bara "old fashion" snúru leiðina á meðan þráðlausa virkaði ekki...rebel!

Í gær fór ég á tvo fundi og vann til miðnættis! í dag fór ég á engan fund en samt sit ég en í vinnunni klukkan níu að kveldi, reyndar að skrifa á bloggið oh well...ég er á leiðinni að hitta endurskoðanda SÍL þar sem ég er gjaldkeri...fróðlegt að sjá hvað hann hefur að segja.

Furðulegir þessir dagar...VONANDI skánar þetta um áramótin þegar maður getur farið að einbeita sér meira að hlutunum þegar skólinn er búin.
Já það er sumt sem gerist án þess að ætlunin hafi verið sú...án þess að ég útskýri það nánar!
Það hefur fjölmargt drifið á dagana síðustu daga. Ég hef verið að frá morgni til kvölds, í skólanum snýst allt um MSB keppnina en við klárum hana á Bifröst um næstu helgi. Í skátunum er verið að undirbúa SAMAN í Þórsmörk og námskeiðstíminn er hafinn, nóg að gera þar. Í Svaninum er líka nóg að gera - það var endurskoðun í síðustu viku og aðalfundur um helgina þar sem ég var kosinn rúsneskri kosningu sem formaður. Aðalfundurinn var ágætur en mér finnst stundum vanta meiri umræðu og grósku, þetta kemur.

Jæja best að fara að koma sér heim það nálgast miðnætti...

Sep 23, 2003

ójæja jón...voða er langt síðan þú skrifaðir! Ég er búin að vera óendalega upptekin síðustu daga á fullu í msb keppninni...en meira um það á morgnn

Sep 12, 2003

Til hamingju með afmælið Sævar, Sævar er reyndar úti í þýskalandi þannig að ég get ekki poppað inn í kaffi og kökur :-( En af öðru ég er að fara á tónleika í kvöld með Tríó Jørgen Svare og Björn Thoroddsens, örugglega helv...góðir! Að örðu leiti er strembin helgi framundan, í fyrramálið er Örstefna og leiðbeinendanámskeið. Ég á eftir að gera fullt af hlutum fyrir það - best að fara ð gera þetta klárt!

Sep 11, 2003

smá viðbót við stefnumótun fyrir þá sem ekki þekkja...fyrirtæki gera stefnumótun 3-5 ára og það er sýn á hvert fyrirtækið muni stefna. síðan er útbúið 1-3 ára aðgerðaplan hvernig við ætlum að vinna úr stefnunni og það þarf að vera í stöðugri stefnu. Ég átti ekki við í gær að maður ætti sífellt að vera að breyta stenunni heldur að maður á að vera meðvitaður um hana og gera viðbætur þegar við á. Mjög mikilvægt er að halda sig við stefnuna sem maður setur en stefnan getur ekki verið góð þegar maður útbýr eitthvað plagg og setur upp í hillu, þá verður það verðlaus pappír.

Sep 10, 2003

pistill dagsins...það er svo margt skrýtið að maður hefði ekki getað ímyndað sér það! Stefnumótun er eitthvað plagg sem þú gerir einu sinni og setur svo upp í hillu...well...döö...hvaða helvitamaður heldur slíku fram...Stefnumótun er tæki til að horfa fram á veginn mikil vinna er lögð í það í upphafi og svo er því haldið við með því að fylgjast með framkvæmdinni nokkrum sinnum á ári og er þannig í stöðugri endurskoðun.

En af öðru að þá legg ég til að það verði hafin söfnun handa Írisi! hún sagðist muna bjóða mér til þýskalands ef hún ætti milljón kall...ég legg fram fyrstu krónuna :-)

Sep 9, 2003

Betri dagur í dag en í gær! reyndar endaði gær dagurinn mjög vel...Svans æfingin var mjög góð þrátt fyrir að færri hefðu mætt en á fyrstu æfinguna, en er það ekki bara eðlilegt. Okkur vantar en fleiri klarinett og saxafóna. Við Álfheiður höfum verið að skoða hvort við ætlum að fara til Þýskalands í október en mér sýnist ekki vera miklar líkur á því eins og staðan er í dag. Við skoðum þetta betur í vikunni.

Þessi törn fram að áramótum verður skelfilega erfið...reyna að halda dampi í skólanum og í vinnunni. Ég sé fram á að vera að fram á kvöld ALLA daga vikunnar! Púff...best að læra meira...

Sep 8, 2003

Þar sem sólin skín...er gott veður og þar sem tvö tré eru saman komin þar er skógur! Ég er komin í hring af vitleysu í dag - svaf yfir mig, mætti í vinnuna og svo í skólan og er að fara aftur í vinnuna...hausinn á mér er komin í hring um sjálfan sig og veit ekkert í hvorn fótinn hann eigi að stíga. ble...En annars er það að frétta að hún Íris sagði mér í dag (ég vona að það sé ekkert leyndarmál) að hún og Sævar ætla að pússa sig saman 11 október! Við álfheiður erum að spá í að skella okkur gæti orðið mikið fjör - enda vanur maður ég...kann leiðina heim til þeirra...við erum sem sagt að skoða flug og annað þetta virðist kosta um 60 þús fyrir okkur tvö...bara nokkuð vel sloppið.

Annars þakka ég bara fyrir góð komment - haldið því endilega áfram.

Sep 7, 2003

Arrrrrg...það stemmir ekki hjá mér bókhaldið...ég hélt að það væri búið að banna það! Ég er búin að eyða þremur tímum í það að gera upp SíL og loksins þegar ég er búin að þá stemmir ekki. ówell ætli maður verði þá bara ekki að setjast yfir þetta aftur.

Það er nú ekki margt á afrekaskránni eftir gærdaginn nema vera þunnur, keypti föt og horfði á The pianist. Góð mynd mæli með henni. jæja best að halda áfram við lærdóminn...ójá Kata mig langar ekki að vita hvernig skjárinn á tölvunni þinni lítur út eftir allar þessar píringar...

Sep 6, 2003

Góðir hálsar...það er risinn nýr dagur! Það er einn búin að commenta á bloggið mitt. Freysi ég skal vera duglegri að blogga :) Ég var að spila í gær með Hóp úr Svaninum fyrir ATV eða ÁTVR eins og Dröfn myndi segja. Gekk vel smá flash back frá Bad-Orb þar sem þeir voru með þýska stemmignu. Þaðan fórum við og hlustuðum á Danna og Dixielanddvergana þeir eru bara nokkuð góðir þrátt fyrir að spila allt annað en dixie tónlist, tónlistin minnir svolítið á tónlistina á pöbbnum í myndinni "so I married a exmurder" eða hvernig sem það er skrifað. 'I dag er lærdómsdagur, reyndar á morgun líka nóg að gera. jæja best að halda áfram þannig að maður klári þetta einhverntíman...kannski maður kíki á Ljósanótt í RNB í kvöld...humm...sjáum til!

Sep 5, 2003

Nú er jón kominn með Comment system á vefinn...geðveikt klár! Þá er bara spurninginn hvort einhver commenti...humm það er fróðlegt að sjá! Þetta tók nú ekki nema mánuð fyrir snillinginn mig að gera þetta...en það er skemmst frá því að segja að ég hef verið útnefndur gestgjafi ársins - eins og alþjóð veit að þá hýsti ég þjóðverja í þrjár vikur í ágúst, ekki nóg með það heldur fór ég með hann hringinn á þremur og hálfum degi, sýndi honum Gullfoss og geysi og Þingvelli og fór í Bláa Lónið með stoppi í Strandakirkju og Krísuvík. Ég útnefni mig, og mína, sem gestgjafa ársins og en um leið get ég ekki lofað því að vera jafn góður við aðra gesti. Standardinn er orðinn nokkuð hár!

Í gær setti ég met í fundarsetu, að ég held. Ég var á þremur fundum frá kl. 15:00 til 20:30 út af vinnunni minni. Frekar gott eða hvað og já endaði svo daginn á æfingu. En hópur úr svaninum er að fara að spila á eftir fyrir AcoTæknival, það verður stuð.

Sep 1, 2003

Ný vika hafinn! Ég er byrjaður í "nýju" starfi sem Fræðslustjóri Bandalags íslenskra skáta. Nokkuð spennandi starf en það verða strembnir mánuðir fram að áramótum meðan ég er að klára skólann. Þessa dagana er allt að byrja...það er eins og þjóðfélagið sé að vakna úr löngum dvala og fólk að átta sig á því að sumarið er búið. Ég byrjaði í skólanum síðasta mánudag, róleg byrjun en samt nóg að gera eins og áður. Lúðrasveitarstarfið byrjar í kvöld með æfingu, ætti að vera skemmtilegur vetur þar, og svo var ég að byrja í nýju starfi.