Dec 7, 2005

Íbúðalán...dráttavextir og svínarí...frábærir tónleikar

Íbúðalánið kom í gegn í dag eða réttara sagt við þurftum að byrja að borga af því. Þetta er búið að taka næstum því mánuð að ganga frá öllu sem hvíldi á íbúðinni svo að við gætum greitt þetta út. Það besta er að lánið byrjaði að telja 15. nóv. eins og um var samið við bankann en ég hafði ekki áttað mig á því að frá þeim tíma átti ég að fara að borga af því, enda fékk ég enga meldingu um það frá bankanum. Þannig að þegar að greiðsluseðillinn kom inn í dag voru vextir og dráttarvextir farnir að tikka. Það á ekki vel við mann sem er ferlega illa við að skulda vexti, blóðpeningar, svo ég hringdi í bankann og reifst og skammaðist og á endanum féllust hann á að endurgreiða mér vextina þar sem þetta var ekki mín sök. Þá er bara að safna upp í lokagreiðslu sem er 2. janúar og þá fáum við afhent afsalið af íbúðinni.

Svanstónleikarnir voru á sunnudaginn. Þeir heppnuðust frábærlega vel, sjá á www.svanur.org. Þetta er ekkert smávegins flott band orðið verð ég nú bara að segja :-)

1 comment:

Anonymous said...

Til hamingju með Svanstónleikana.. keep up the good work. :)
Jólakveðja Villi