Jun 28, 2004

Tækifærissinninn Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið kosinn forseti íslands þriðja kjörtímabilið (og vonandi það síðasta). Þetta kom svo sem ekki á óvart en það sem kom mér á óvart afhverju enginn boðlegur gat boðið sig fram á móti honum. Það er hægt að segja að þetta er engin glæsikosining fyrir Ólaf Rangar. Einungis 62,5% drattast á kjörstað, 20% skila auðu og um 10% kjósa aðra frambjóðendur. Segjum sem svo að það hefði verið hefðbundin kjörsókn (um 85%) og flestir þeirra hefðu kosið annan frambjóðanda ásamt auðuseðlunum að þá hefði verið auðvelt að velta honum úr sessi. En svona er þetta við kjósum yfir okkur mann sem hefur ekkert að gera á Bessastöðum. En afhverju kalla ég hann tækifærissinna? nú jú ég held ég geti fullyrt það að hann hefði ekki beitt neitunarvaldinu á fjölmiðlafrumvarpið hefði hann átt í einhverri kosningabaráttu! Ólaf Ragnar kýs ég aldrei og skal það hér með skráð...Já og svo er það svo fyndið að hann vogar sér að kenna mogganum um sýnar ófarir - hey common - vissulega var þetta stórfrétt að skoðanakannanir hafa sýnt fram á það að um fjórðungur myndi skila auðu auðvitað er þetta efni sem á heima á forsíðu. Fólk ætti frekar að líta í eigin barm í stað þess að benta út í loftið...

1 comment:

Anonymous said...

Að telja 67,5 % kosningu fyrir sitjandi forseta, með enga almennilega frambjóðendur á móti sér, góða er blinda...

Allt undir 70% fyrir sitjandi forseta á Íslandi er ömurlegt. Og það er rétt, þessi maður er tækifærissinni.

Ég hefði skilað auðu, en ég hef ekki kosningarétt, þar sem ég á afmæli í ágúst.

kv. Jón Ingi