þá er sumarið búið - í nótt gránaði í fjöllum og hittinn fór niður úr öllu valdi. Eins gott að maður er að fara af stað í Evrópureysu eftir réttar tvær vikur. Já það styttist óðum í ferðina í gær fórum við og keyptum interrail miðana kostaði litlar 100600 kr þannig að heildarferðakostnaður er um 145 þús. Ég held að það sé ágætlega vel sloppið. Við erum að mixa ferðina en það sem er ákveðið só far er að fljúga til Hamborgar og gista þar fyrstu nóttina fara síðan eitthvað og koma til Stuttgart þar sem við dveljum hjá þeim heiðurshjónum Írisi og Sævari. Þar verður dvalið fram á sunnudag og farið til Kandersteg í Sviss. Meira er nú ekki fast ákveðið en ég geri ráð fyrir að þaðan verði farið til Ítalí og svo slóveníu...kemur í ljós.
Helgi er framundan - við erum á leiðinni norður í höfurstað norðurlands Akureyri. Þar fara fram æfingar fyrir brúðkaupið hjá bróður Álfheiðar og afslöppun.
Jun 24, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
það verður gaman að fá ykkur! Hlakka til!
Post a Comment