Jun 30, 2004

vikan hálfnuð og fólk farið að sætta sig við niðurstöðu síðustu helgar þá kemur eins og hvellur niðurstaða nefndar um þjóðaratkvæðagreiðsluna! Í fyrstalagi skil ég ekki afhverju forsetinn skrifaði ekki undir þessi lög en það er víst búið að ræða það nóg en þessar vangaveltur um atkvæðagreiðsluna skil ég enganvegin. Ég get ekki séð að það sé óréttlátt að setja einhverja takmörkun varðandi þessa atkvæðagreiðslu t.d. um lágmarksþátttöku.
En af öðrum og skemmtilegri málum að þá eru einungis 6 dagar í interrailferðina. Við erum að verða búin að skipuleggja allt og ekkert annað að gera en að pakka í tösku og halda á vit ævintýrana :o)

Jun 28, 2004

Tækifærissinninn Hr. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið kosinn forseti íslands þriðja kjörtímabilið (og vonandi það síðasta). Þetta kom svo sem ekki á óvart en það sem kom mér á óvart afhverju enginn boðlegur gat boðið sig fram á móti honum. Það er hægt að segja að þetta er engin glæsikosining fyrir Ólaf Rangar. Einungis 62,5% drattast á kjörstað, 20% skila auðu og um 10% kjósa aðra frambjóðendur. Segjum sem svo að það hefði verið hefðbundin kjörsókn (um 85%) og flestir þeirra hefðu kosið annan frambjóðanda ásamt auðuseðlunum að þá hefði verið auðvelt að velta honum úr sessi. En svona er þetta við kjósum yfir okkur mann sem hefur ekkert að gera á Bessastöðum. En afhverju kalla ég hann tækifærissinna? nú jú ég held ég geti fullyrt það að hann hefði ekki beitt neitunarvaldinu á fjölmiðlafrumvarpið hefði hann átt í einhverri kosningabaráttu! Ólaf Ragnar kýs ég aldrei og skal það hér með skráð...Já og svo er það svo fyndið að hann vogar sér að kenna mogganum um sýnar ófarir - hey common - vissulega var þetta stórfrétt að skoðanakannanir hafa sýnt fram á það að um fjórðungur myndi skila auðu auðvitað er þetta efni sem á heima á forsíðu. Fólk ætti frekar að líta í eigin barm í stað þess að benta út í loftið...

Jun 24, 2004

þá er sumarið búið - í nótt gránaði í fjöllum og hittinn fór niður úr öllu valdi. Eins gott að maður er að fara af stað í Evrópureysu eftir réttar tvær vikur. Já það styttist óðum í ferðina í gær fórum við og keyptum interrail miðana kostaði litlar 100600 kr þannig að heildarferðakostnaður er um 145 þús. Ég held að það sé ágætlega vel sloppið. Við erum að mixa ferðina en það sem er ákveðið só far er að fljúga til Hamborgar og gista þar fyrstu nóttina fara síðan eitthvað og koma til Stuttgart þar sem við dveljum hjá þeim heiðurshjónum Írisi og Sævari. Þar verður dvalið fram á sunnudag og farið til Kandersteg í Sviss. Meira er nú ekki fast ákveðið en ég geri ráð fyrir að þaðan verði farið til Ítalí og svo slóveníu...kemur í ljós.
Helgi er framundan - við erum á leiðinni norður í höfurstað norðurlands Akureyri. Þar fara fram æfingar fyrir brúðkaupið hjá bróður Álfheiðar og afslöppun.

Jun 21, 2004

þá er nú komið að skirfum á sólríkasta degi ársins! Ég er búinn að fara til London og vera veikur, fór í brúðkaup og útskriftaveislur og skírn. Spilaði í skrúðgöngu og lagðist aftur veikur.
En sólin skín og ég er á leiðinni á Úlfljótsvatn...gott að geta slakað á í sólinni...ef maður fær þá að slaka á...

Jun 11, 2004

upp er runninn föstudagur...ákaflega skýr og fagur...ef ég ætti úti kindur þá myndi ég fara til útlanda...tralla tralla útlandi! Úmbarassa úmbarrassa...
Ég er á leiðinni til London í frí...að mestu. Að sjálfsögðu tóks mér að klúðra fríinu að hluta en ég fer á fund allan morgun daginn í Gilwell Park út af Eurojam, en það ætti nú samt að vera nokkuð áhugavert. Álfheiður tók það hátíðlega loforð af mér í gær að ég myndi ekki versla neitt dót - aldrei má maður neitt. En annars held ég að listisemdir London verði kannaðar þó ég stefni ekki á að slá met Jóns Arnar í þeirri borg síðan '97.
Já það eru komnar myndir frá síðustu helgi inná myndasíðuna mína.

Jun 9, 2004

kominn heim frá útlandinu og fer eftir tvo daga aftur og í þetta sinn til London. Ég mun fara með starfsfólkinu á skrifstofunni þetta er reyndar engin frí ferð þar sem ég fer í Gilwell park á fund á laugardaginn út af EuroJam.
En annars var þýskalandsferðin mjög góð! Ég kom út á miðvikudegi og Christoph pikkaði mig upp, þeir C+C hýstu mig og gáfu mér að eta og ég notaði daginn til að klára ókláruð verkefni. Um helgina var svo fundað um IMWe og kannað hvort Keiler væri í lagi, sem hann var.
Ég fjárfesti í nýrri myndavél af Samsung gerð, ágætis gripur. Set linkinn á myndirnar hér þegar ég hef komist í að setja þær inn...

Jun 1, 2004

Ótrúlegt! Vinnuvikan byrjaði í dag og endaði hjá mér - á morgun um þetta leytið verð ég í Þýskalandi hjá Christof og Christoph að eta steik og dreka bjór, ekki slæmt það!
Það er skemst frá því að segja að ég gerði mest lítið um helgina. Át og drakk í veislu hjá Hemma, setti upp eitt tjald og glápti á imbann. En ætli ég fari ekki að koma mér heim maður þarf víst að fara af stað um hálf fimm til að fá frítt í rútuna...sveim mér þá...Reynir þú verður að fara að passa þig ég er alvega að ná þessu...