Kosningar
Það eru allir að fara yfirum enda styttist í kosningar. Ég er búin að gera upp hug minn hvað þetta varðar sem kemur kannski ekki svo mikið á óvart. Það er misjafnt hvað fólk er að setja fyrir sig þegar það ákveður hvaða flokk það eigi að kjósa, eitt mál hefur reynst mér erfitt að það er að ég tel að við eigum að ganga í ESB því að við munum fá meira út úr því heldur en við töpum. Eitt mál finnst mér vera leiðinlegt í þessari kosningabaráttu, það er kvótamálið. Það er mér fyrirmunað að skilja hvað fólk getur rifist um aðferðir við að ná fiski úr sjónum. Ég held að það skipti ekki neinu máli hvað fiskveiðistjórnunarkerfið heitir eða hvernig við beitum því helsta málið er að það sé sanngjarnt. Kannski er það ekki sanngjarnt í dag en það hefur skilað okkur heilmiklu, allavega fyrir mína parta að þá er mér slétt sama hvort palli græði meira á því heldur en siggi. Annað mál sem kvabbað er um er aðskilnaður ríkis og kirkju, gott mál. En ég spyr - á meðan 85% þjóðarinnar tilheyrir sömu trú afhverju eigum við þá ekki að hafa þjóðkirkju? Þrátt fyrir að ég sé fylgjandi þessum aðskilnaði að þá sé ég ekki ástæðu fyrir því að það gerist strax, ég tel að það gerist með árunum eftir því sem vægi annara trúa eykst.
Ég held ég ætti bara að stofna flokk. Mín stefnumál er: Göngum í ESB, ríkið hætti að selja áfengi þ.e. leggjum niður ÁTVR, Leggjum niður Lín og gefum bönkunum tækifæri á að lána námsmönnum, lækkum skatta, leggjum niður íbúðalánasjóð...ofl.
Nóg af þessu í bili...
Apr 27, 2003
Apr 25, 2003
Gleðilegt sumar
Sumarið gekk víst í garð í gær. Eins og góðri sumarbyrjun sæmir spilaði ég í skrúðgöngu með Svaninum í Vesturbænum, sem gekk bara mjög vel. Maður er óneitanlega farinn að telja dagana þar til að skóla lýkur og maður getur farið að hella sér í vinnu af fullum krafti. Þetta er búið að vera langur vetur og ágætt að fá smá frí frá skólabókum og verkefnum og hella sér í vinnu. Prófin byrja 3. maí og ég er búin 13. maí.
Sumarið gekk víst í garð í gær. Eins og góðri sumarbyrjun sæmir spilaði ég í skrúðgöngu með Svaninum í Vesturbænum, sem gekk bara mjög vel. Maður er óneitanlega farinn að telja dagana þar til að skóla lýkur og maður getur farið að hella sér í vinnu af fullum krafti. Þetta er búið að vera langur vetur og ágætt að fá smá frí frá skólabókum og verkefnum og hella sér í vinnu. Prófin byrja 3. maí og ég er búin 13. maí.
Apr 22, 2003
Þýskalandsferð
Jæja þá er ég komin heim á frónið eftir vel heppnaða ferð til Þýskalands. hér á eftir kemur ferðasagan:
Ferðin hófst með því að ég og Gísli bróðir tókum flugið eldsnemma til Frankfurt. Þaðan tókum við lestina til Wurtsburg og að lokum til Bad Kissingen, þar sem dvalið var næstu daga. Ein versta lífreysla mín var að labba frá lestarstöðinni að gistiskálanum, í 25 stiga hita með bakpoka gengum við niður hlíð yfir dal og upp bratta hlíð uppí 380m hæð með mikilli hækkun. Þessi göngutúr tók okkur ekki nema klukkutíma en ég held að ég sé ekki byggður fyrir svona labb, ég var allavega "aðfram kominn" þegar við loksins komumst upp helv. brekkuna. í Bad Kissingen tóku á móti okkur Chris, Wendy, Gregor og Birgitt. Síðan kom Jostein og Guðrún kom svo á mánudeginum.
Ég sagði skilið við liðið á fimmtudeginum og fór í langa lestarferð til þeirra heiðurshjóna Írisar og Sævars í Stuttgart en þau eru nýflutt þangað ásamt honum Hlyni. Ég fékk höfðinglegar móttökur og við var notaður sem tilraunadýr í skoðunarferðum um borgina. Við skoðuðum sjónvarpsturninn, hallargarðinn og melluhverfið. Á miðvikudagskvöldinu fórum við Sævar í Óperuna að sjá Il travatroi eftir Verdi, mjög gaman og rosalega flott óperuhús.
On the road again á fimmtudaginum en þá fór ég til Bad Orb og heimsótti Cristoana sem tóku á móti Svaninum síðasta haust. Þar fékk ég mjög góðar mótttökur og átti þar góðan seinnipart ásamt öðru hommapari, indverskri stúlku og Astrid. Mjög skemmtilegt í allastaði að loknum góðum kveldverði og spjalli skutlaði Christof mér svo til Rieneck, þar sem ég hitti liðið á nýjan leik.
Í Rieneck komst ég að því að Gísli hafði fengið nýtt nafn "Grisli Bear" og lék á alls oddi. Við eyddum helginni í Rieneck við að spiskruppum til Frankfurt og hittum hana Sólrúnu á laugardeginum.
Og nú er ég komin heim á frónið og byrjaður að vinna og læra fyrir próf...ekki veitir af!
Jæja þá er ég komin heim á frónið eftir vel heppnaða ferð til Þýskalands. hér á eftir kemur ferðasagan:
Ferðin hófst með því að ég og Gísli bróðir tókum flugið eldsnemma til Frankfurt. Þaðan tókum við lestina til Wurtsburg og að lokum til Bad Kissingen, þar sem dvalið var næstu daga. Ein versta lífreysla mín var að labba frá lestarstöðinni að gistiskálanum, í 25 stiga hita með bakpoka gengum við niður hlíð yfir dal og upp bratta hlíð uppí 380m hæð með mikilli hækkun. Þessi göngutúr tók okkur ekki nema klukkutíma en ég held að ég sé ekki byggður fyrir svona labb, ég var allavega "aðfram kominn" þegar við loksins komumst upp helv. brekkuna. í Bad Kissingen tóku á móti okkur Chris, Wendy, Gregor og Birgitt. Síðan kom Jostein og Guðrún kom svo á mánudeginum.
Ég sagði skilið við liðið á fimmtudeginum og fór í langa lestarferð til þeirra heiðurshjóna Írisar og Sævars í Stuttgart en þau eru nýflutt þangað ásamt honum Hlyni. Ég fékk höfðinglegar móttökur og við var notaður sem tilraunadýr í skoðunarferðum um borgina. Við skoðuðum sjónvarpsturninn, hallargarðinn og melluhverfið. Á miðvikudagskvöldinu fórum við Sævar í Óperuna að sjá Il travatroi eftir Verdi, mjög gaman og rosalega flott óperuhús.
On the road again á fimmtudaginum en þá fór ég til Bad Orb og heimsótti Cristoana sem tóku á móti Svaninum síðasta haust. Þar fékk ég mjög góðar mótttökur og átti þar góðan seinnipart ásamt öðru hommapari, indverskri stúlku og Astrid. Mjög skemmtilegt í allastaði að loknum góðum kveldverði og spjalli skutlaði Christof mér svo til Rieneck, þar sem ég hitti liðið á nýjan leik.
Í Rieneck komst ég að því að Gísli hafði fengið nýtt nafn "Grisli Bear" og lék á alls oddi. Við eyddum helginni í Rieneck við að spiskruppum til Frankfurt og hittum hana Sólrúnu á laugardeginum.
Og nú er ég komin heim á frónið og byrjaður að vinna og læra fyrir próf...ekki veitir af!
Apr 17, 2003
Apr 13, 2003
Ég er farinn til Þýskalands og kem aftur mánudaginn 21. april. Ef þið þurfið að ná í mig að þá er síminn 6993642 og einnig er best að senda tölvupóst á jib@islandia.is ég mun reyndar ekki skoða póstin mjög mikið. Ég ætla að drekka þýskan páskabjór, fara helst á tónleika, hitta gamla vini en mottóið með þessari ferð er að æða út í óvissuna.
Ég fór í vísindaferð í gær til Framsóknarflokksins. Alveg ágæt en ég er svo sannarlega ekki framsóknarmaður það get ég sagt. En ég og Svenni ákváðum að mæta til að reyna að réttlæta tilvist flokksins. Ég held að það hafi gengið bærilega því ekki stoppaði bjórflæðið. En þrátt fyrir mikin bjór að þá fundum við ekki réttlætinguna, það gengur bara betur næst.
Ég fór í vísindaferð í gær til Framsóknarflokksins. Alveg ágæt en ég er svo sannarlega ekki framsóknarmaður það get ég sagt. En ég og Svenni ákváðum að mæta til að reyna að réttlæta tilvist flokksins. Ég held að það hafi gengið bærilega því ekki stoppaði bjórflæðið. En þrátt fyrir mikin bjór að þá fundum við ekki réttlætinguna, það gengur bara betur næst.
Apr 8, 2003
Ég fór á fína tónleika hjá Villa trompetleikara á laugardaginn. Þetta gat hann! Á morgun verða síðan aðrir góðir tónleikar hjá Svaninum ég held bara að þetta sé allt að smella, eins og venjulega. Af öðru að þá er ég á fullu að undirbúa þýskalandsferðina mína, ég fer út á sunnudaginn og kem aftur seinna. Jæja hættur þessu bulli, próf á morgun í channels
Apr 4, 2003
Ég verð víst að biðja Jón Grétar afsökunar, hann hefur tjáð sig skellegglega á www.lagmenning.is síðastliðin ár, og gerir en.
furðulegt! Það er svo oft föstudagur þegar ég ákveð að skirfa eitthvað...það er kannski eitthvað tengt helginni. Það eru bara allir að koma sér upp bloggsíðu Jón Grétar, Ásgeir Ó, Anna María...og listinn heldur áfram. Það er ágætt að fólk finnur að þetta er leið þar sem maður getur sagt sína meiningu og allavega eins og ég hugsa þetta að þá er ég að reyna að setja það niður hvað ég er að dunda mér við - einskonar dagbók.
Það sem ég er að gera núna er að klára heimapróf í Relationship management. Frekar leiðinlegt próf en maður verður að klára það. Ég er náttúrulega meiri bjáninn hefði ég byrjað fyrr að þá hefði ég getað skipst á spurningum við aðra. En nei...ekki jón hann er svo heiðarlegur að hann drösslast í geggnum þetta sjálfur...tja..fyrri utan einaspurningu sem ég fann á google. (vondur maður Jón).
Helgin er framundan, í fyrramálið er Örstefna hjá BÍS um fjölgun í hreifingunni. Eitthvað þarf að gera í því máli. Kl. 14 er tónleikar hjá Villa, hann rúllar því upp. Kl. 16 er svanurinn að spila og svo er væntanlega partý um kvöldið hjá Villa. Á sunnudaginn er fundur hjá SIL og SISL. þar svo við tæklum dag lúðrasveitanna og svo er kannski æfing hjá Svaninum. púff. strembin helgi. Og síðan þarf ég að læra líka, case á þriðjudaginn, prof á miðvikudaginn og project á fimmtudaginn.
Ég held ég fari bara og leggi mig...
Það sem ég er að gera núna er að klára heimapróf í Relationship management. Frekar leiðinlegt próf en maður verður að klára það. Ég er náttúrulega meiri bjáninn hefði ég byrjað fyrr að þá hefði ég getað skipst á spurningum við aðra. En nei...ekki jón hann er svo heiðarlegur að hann drösslast í geggnum þetta sjálfur...tja..fyrri utan einaspurningu sem ég fann á google. (vondur maður Jón).
Helgin er framundan, í fyrramálið er Örstefna hjá BÍS um fjölgun í hreifingunni. Eitthvað þarf að gera í því máli. Kl. 14 er tónleikar hjá Villa, hann rúllar því upp. Kl. 16 er svanurinn að spila og svo er væntanlega partý um kvöldið hjá Villa. Á sunnudaginn er fundur hjá SIL og SISL. þar svo við tæklum dag lúðrasveitanna og svo er kannski æfing hjá Svaninum. púff. strembin helgi. Og síðan þarf ég að læra líka, case á þriðjudaginn, prof á miðvikudaginn og project á fimmtudaginn.
Ég held ég fari bara og leggi mig...
Subscribe to:
Posts (Atom)