Í kjölfar fyrirspurnar um hvort ég bloggaði bara frá útlöndum að þá neyðist ég víst til að bæta mig eitthvað í þessum málum. Markmiðið hjá mér er einfalt, setja eitthvað á bloggið amk einu sinni í viku. Það vildi bara þannig til að á einum mánuði er ég búinn að fara þrisvar sinnum erlendis á fundi ;-)
Síðustu helgi var ég heima, við notuðum laugardaginn í að fara á hina ýmsu markaði og að svona vinna það upp sem maður hefur verið að fresta síðustu vikur. á laugardagskvöldið var síðan hittingur hjá liðinu sem ég var með í THÍ og í gær sunnudag var marserað um allan laugardalinn spilandi með Svaninum í tilefni af Vetrarhátíð...nóg um upptalningu.
Í dag er eitthvað það fallegasta veður sem ég hef séð í langan tíma. Stilla og sól úti. Eitthvað annað en rigningarsuddinn og ókeðið í gær. Djöfull langar mig út, en nei ég þarf víst að taka mig á og klára að útbúa skýrslu og verkefni fyrir nýja skátadagskrá. Ég hef víst bara næstu þrjá daga í það verkefni.
Feb 27, 2006
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Bloggið var svosem ágætis mælikvarði á útlandaferðirnar þínar ;) En samt gaman að heyra frá þér oftar.
Post a Comment