SVEIMÉR viðburðarík helgi. Á föstudaginn var sýning í MM sem var óvenju skemmtileg, það hefur aldrei áður veðið hlegið jafn mikið. Þegar hléið byrjaði og fólk týndist fram heyrðust þessir ógurlegu brestir og allir kíktu fram í sal furðulostnir...ein kona stóð þá hálf uppúr áhorfendapöllunum...hafði sem sagt farið í gegnum þá. En til allrar blessunar var hún heil og málinu var reddað í skyndi. Sýningin hélt svo áfram og gekk bara ljómandi vel.
LAUGARDAGURINN var vinnudagur. Við tókum til í geymslunum í 123, nokkuð gott afrek. Fríi um kvöldið en álfheiður var að spila. Lenti í gestgjafarhlutverki þar sem Sissi bróðir Álfheiðar kom í heimsókn.
SUNNUDAGURINN var tekinn rólega. fór í útskriftarveislu hjá JGS og á fund hjá SÍL og foringjakvöld um kvöldið. Framundan er vika funda, stra í dag, fra á morgun, gilwell í hádeginu á miðvikudag, svanur um kvöldið...sýning á fimmtudag. S.s. nóg að gera.
Mar 1, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment