Það styttist óðum í skátaþing 2004, þar sem kosið er í helstu embætti skátahreyfingarinnar. Þar sem það styttist í þingið að þá er eðlilega allt vitlaust að gera, klára skýrslur og undirbúa þingið. Þetta fer að minna á skóladaga þegar maður var á fullu frá morgni til kvölds, mínus viðkomurnar í kaffipásum. Tja jú við fáum einhverjar en ekki eins og í skólanum. Ég segi allavega eitt að ég verð þess fegnastur þegar næsta helgi er afstaðin og maður getur farið að snúa sér að öðrum málum.
Við pöntuðum um daginn þráðlaust net hjá Ogvodafone með tengingu í gegnum Hí netið sem þyðir að við borgum 2500 kall á mánuði og ótakmarkað gagnamagn og 1mb tengingu. nokkuð gott nema að ég er ekki enþá búinn að fá búnaðinn sem átti að vera til á föstudaginn, mánudaginn, þriðjudaginn...kannski á morgun. Ég er enþá temmilega þolinmóður en sú þolinmæði endist ekki mikið lengur.
Mar 16, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment