LANGUR dagur á enda runninn! Ég er búinn að taka þrjá langa og stranga fundi í dag og er nú að aðstoða við að klára gögn fyrir skátaþing. Skátaþingið verður einmitt um aðra helgi og það verður nóg að gera fram að því. Þegar því líkur tekur svo strangur undirbúningur fyrir Evrópuþingið í apríl.
HELGIN var nokkuð róleg. Á föstudaginn féll niður sýning þannig að við áttum notarlega kvöldstund heima. Ég fór í vinnuna á laugardaginn og um kvöldið kíkti ég á jazztónleika á kaffi list, hitti þar finn og fjalar. Nokkuð gott. Á sunnudaginn var haldið í brjáluðu veðri austur fyrir fjall á Gilwell námskeið.
ÉG er orðin það þreyttur og lúinn núna að ég hef í sjálfum sér ekkert að segja. Morgundagurinn verður svipaður og þessi en samt styttir vonandi.
EITT gleymdist að segja frá...við skötuhjúin bókuðum flug til Hamborgar á laugardaginn. Farið verður út 6. júlí og komið heim 3. ágúst. Við ætlum að þvælast um Þýskaland, Sviss, Ítalíu, Slóveníu, Tékkland, Slóvakíu, Ungverjaland og Póland. Meira er ekki planað í bili. Við treystum á að fá gistingu hjá vinum og kunningum í flestum þessara landa...kemur í ljós síðar.
Mar 9, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment