HELGIN búin! Ég eyddi henni nú mest megnis í að aðstoða foreldrana mina við flutning og undirbúning á því og í leikhúsinu. Skrapp reyndar á Þorrablót Svansins á laugardagskvöldið og smjattaði á súrmeti alveg ágætis skemmtun það. Það óvenjulega er að það er engin æfing í kvöld hjá Svaninum - skrýtið það en hún verður á miðvikudaginn í staðinn.
ÉG sé það að ég hef ekki ferðast nóg um heiminn enda mest megnis ferðast um mið evrópu og norðurlöndin. Það setur aukin kraft í mann að kanna hvort ekki sé ráð að fara á Interrail í sumar.
JÆJA ætli það sé ekki best að fara að koma sér heim á leið. Það er beðið eftir manni heima!
Feb 9, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment