ÉG á afmæli í dag, ÉG á afmæli í dag, ÉG er 26 ára í dag...fjör fjör! púff djö..er maður að verða gamall!
FERÐASAGA helgarinnar: Ég fór til Þýskalands um síðustu helgi og dvaldi þar í góðu yfirlæti. Farið var af stað á fimmtudegi og flógið var til Frankfurt, þaðan var lestin tekinn til Mainz. Þar sem ég gat ekki hitt gestgjafan minn fyrr en kl. 19 að þá eyddi ég deginum í að skoða þessa borg. Ég hef aldrei vitað til þess að 20 kirkjur gætu verið innan miðborgarinnar. Ég sá Rín, dómkirkjuna og nátttúrugripasafnið svo eitthvað sé nefnt. Þegar mér leiddist allt þetta labb var sest niður á pöb og drukkninn hveitibjór og snætt snidsel. Um kvöldið hitti ég svo Jostein frá Noregi og við drukkum meiri bjór saman. Daginn eftir skoðuðum við restina af borginni og fórum til Rieneck.
Rieneck var að sjálfsögðu á sínum stað og við hetjurnar meikuðum brekkuna upp að kastalanum. Þar tók restin á móti okkur og skipulagsvinnan hófst. Unnið var fram eftir og svo var farið í kjallaran. Laugardagurinn var svipaður eða það var unnið frá níu til miðnættis og svo í kjallarann. Þema næsta árs IMWe verður "The body form inside".
Sunnudagurinn byrjaði á að ég og Jostein voru keyrðir á lestarstöðina, enda enþá að jafna okkur eftir labb föstudagsins. Við biðum eftir lestinni sem átti að koma 9:50, en þá var tilkynnt að henni hefði seinkað um 8 mín. Sem þýddi að við vorum tveimur mín of seinir til Gemunden í lestina til Frankfurt. Næsta lest til Frankfurt fór ekki fyrr en kl. 11:00 sem þýddi geigvænlegt stress fyrir Jón þar sem hann þurfti að ná flugi kl. 13:40 og lestarferðin tekur einn og hálfan tíma. Við komum til Frankfurt kl. 12:33 og þá var hlupið í S-Bahn og kominn út á flugvöll kl. 13, hlaupið í "sky line" og að afgreiðsluborðinu þar sem liðið var að ganga frá - en ég náði að innrita mig og hlaupa að hliðinu í tæka tíð. Ég er enn að ná mér...
Feb 18, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment