Feb 26, 2004
Feb 25, 2004
MÁLEFNI dagsins er umræður á spjallþráðum. Þetta er mér hugleikið þessa stundina - hvernig er hægt að halda opnum spjallþráðum þannig að binda hendur manna sem minnst. Um leið og maður setur aðgangsstýringu að þá ertu að hefta aðgang viðkomandi að spjallinu. En því miður er alltaf til fólk sem ekki kann sig og tjáir sig og jafnvel er með aðdróttnanir á aðra í skjóli nafnleyndar.
ÉG er núna þessa stundina á fundi á einhverjum spallþræði út af IMWe...frábært hvað nútímatækni auðveldar manni lífið.
ÉG er núna þessa stundina á fundi á einhverjum spallþræði út af IMWe...frábært hvað nútímatækni auðveldar manni lífið.
Feb 23, 2004
ÉG átti góða helgi! Frekar fyndið atvik í leikhúsinu á föstudaginn, en þá kom einn af "flensborurunum hlaupandi bak við með buxurnar á hælanum eftir síðasta atriðið. teygjan hafði gefið sig.
ANNARS var þetta nú bara hin rólegasta helgi, var að vinna á laugardaginn og passaði Unni Hlíf. á sunnudaginn bakaði ég köku og fékk nokkra góða skáta í heimsókn. OG endaði jú helgina á boði í tilefni Vetrarhátíðar...
ÉG er ákveðin í að fá mér þráðlaust ADSL þetta verður bara að kosta nokkrar krónur víst...
ANNARS var þetta nú bara hin rólegasta helgi, var að vinna á laugardaginn og passaði Unni Hlíf. á sunnudaginn bakaði ég köku og fékk nokkra góða skáta í heimsókn. OG endaði jú helgina á boði í tilefni Vetrarhátíðar...
ÉG er ákveðin í að fá mér þráðlaust ADSL þetta verður bara að kosta nokkrar krónur víst...
Feb 20, 2004
SPILAÐI í gær í miðbænum við setningu á Vetrarhátíð með Svaninum. Þetta heppnaðist ágætlega hjá okkur á endanum. En mér fanst hún mjög sérstök þessir laser sýning...allavega höfðaði ekki til mín.
HELGIN er framundan! Ég er að spila í kvöld í MM og svo er Örstefna á morgun. Restinn af helginni er óráðin sem er barasta með ágætum.
VAR að spá í að fá mér adsl tengingu heim. Þetta er nú samt frekar dýrt. Það myndi kosta mig 45000 kall árið...ég held ég geti nú notað þennan pening í eitthvað annað. En maður verður samt að hafa netið. Erfitt mál...humm!
HELGIN er framundan! Ég er að spila í kvöld í MM og svo er Örstefna á morgun. Restinn af helginni er óráðin sem er barasta með ágætum.
VAR að spá í að fá mér adsl tengingu heim. Þetta er nú samt frekar dýrt. Það myndi kosta mig 45000 kall árið...ég held ég geti nú notað þennan pening í eitthvað annað. En maður verður samt að hafa netið. Erfitt mál...humm!
Feb 19, 2004
ÞAKKA hlýjar kveðjur í gær! Ég eyddi afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar, mjög fínt.
VIÐ eru nánast búinn að ganga frá Interrail ferðinni næsta sumar. Veltur núna á vinnu fyrir Álfheiði og þegar það er í höfn munum við bóka miða :-) Íris og Sævar! Vonandi verðið þið eitthvað heima í júlí!
Kjallarinn í Rieneck er staður þar sem bjórinn (Keiler) er drukkinn á kvöldinn. Væntanlega verið vínkjallari áður sem er búið að innrétta og setja hita í gólf, mjög góður staður.
VIÐ eru nánast búinn að ganga frá Interrail ferðinni næsta sumar. Veltur núna á vinnu fyrir Álfheiði og þegar það er í höfn munum við bóka miða :-) Íris og Sævar! Vonandi verðið þið eitthvað heima í júlí!
Kjallarinn í Rieneck er staður þar sem bjórinn (Keiler) er drukkinn á kvöldinn. Væntanlega verið vínkjallari áður sem er búið að innrétta og setja hita í gólf, mjög góður staður.
Feb 18, 2004
ÉG á afmæli í dag, ÉG á afmæli í dag, ÉG er 26 ára í dag...fjör fjör! púff djö..er maður að verða gamall!
FERÐASAGA helgarinnar: Ég fór til Þýskalands um síðustu helgi og dvaldi þar í góðu yfirlæti. Farið var af stað á fimmtudegi og flógið var til Frankfurt, þaðan var lestin tekinn til Mainz. Þar sem ég gat ekki hitt gestgjafan minn fyrr en kl. 19 að þá eyddi ég deginum í að skoða þessa borg. Ég hef aldrei vitað til þess að 20 kirkjur gætu verið innan miðborgarinnar. Ég sá Rín, dómkirkjuna og nátttúrugripasafnið svo eitthvað sé nefnt. Þegar mér leiddist allt þetta labb var sest niður á pöb og drukkninn hveitibjór og snætt snidsel. Um kvöldið hitti ég svo Jostein frá Noregi og við drukkum meiri bjór saman. Daginn eftir skoðuðum við restina af borginni og fórum til Rieneck.
Rieneck var að sjálfsögðu á sínum stað og við hetjurnar meikuðum brekkuna upp að kastalanum. Þar tók restin á móti okkur og skipulagsvinnan hófst. Unnið var fram eftir og svo var farið í kjallaran. Laugardagurinn var svipaður eða það var unnið frá níu til miðnættis og svo í kjallarann. Þema næsta árs IMWe verður "The body form inside".
Sunnudagurinn byrjaði á að ég og Jostein voru keyrðir á lestarstöðina, enda enþá að jafna okkur eftir labb föstudagsins. Við biðum eftir lestinni sem átti að koma 9:50, en þá var tilkynnt að henni hefði seinkað um 8 mín. Sem þýddi að við vorum tveimur mín of seinir til Gemunden í lestina til Frankfurt. Næsta lest til Frankfurt fór ekki fyrr en kl. 11:00 sem þýddi geigvænlegt stress fyrir Jón þar sem hann þurfti að ná flugi kl. 13:40 og lestarferðin tekur einn og hálfan tíma. Við komum til Frankfurt kl. 12:33 og þá var hlupið í S-Bahn og kominn út á flugvöll kl. 13, hlaupið í "sky line" og að afgreiðsluborðinu þar sem liðið var að ganga frá - en ég náði að innrita mig og hlaupa að hliðinu í tæka tíð. Ég er enn að ná mér...
FERÐASAGA helgarinnar: Ég fór til Þýskalands um síðustu helgi og dvaldi þar í góðu yfirlæti. Farið var af stað á fimmtudegi og flógið var til Frankfurt, þaðan var lestin tekinn til Mainz. Þar sem ég gat ekki hitt gestgjafan minn fyrr en kl. 19 að þá eyddi ég deginum í að skoða þessa borg. Ég hef aldrei vitað til þess að 20 kirkjur gætu verið innan miðborgarinnar. Ég sá Rín, dómkirkjuna og nátttúrugripasafnið svo eitthvað sé nefnt. Þegar mér leiddist allt þetta labb var sest niður á pöb og drukkninn hveitibjór og snætt snidsel. Um kvöldið hitti ég svo Jostein frá Noregi og við drukkum meiri bjór saman. Daginn eftir skoðuðum við restina af borginni og fórum til Rieneck.
Rieneck var að sjálfsögðu á sínum stað og við hetjurnar meikuðum brekkuna upp að kastalanum. Þar tók restin á móti okkur og skipulagsvinnan hófst. Unnið var fram eftir og svo var farið í kjallaran. Laugardagurinn var svipaður eða það var unnið frá níu til miðnættis og svo í kjallarann. Þema næsta árs IMWe verður "The body form inside".
Sunnudagurinn byrjaði á að ég og Jostein voru keyrðir á lestarstöðina, enda enþá að jafna okkur eftir labb föstudagsins. Við biðum eftir lestinni sem átti að koma 9:50, en þá var tilkynnt að henni hefði seinkað um 8 mín. Sem þýddi að við vorum tveimur mín of seinir til Gemunden í lestina til Frankfurt. Næsta lest til Frankfurt fór ekki fyrr en kl. 11:00 sem þýddi geigvænlegt stress fyrir Jón þar sem hann þurfti að ná flugi kl. 13:40 og lestarferðin tekur einn og hálfan tíma. Við komum til Frankfurt kl. 12:33 og þá var hlupið í S-Bahn og kominn út á flugvöll kl. 13, hlaupið í "sky line" og að afgreiðsluborðinu þar sem liðið var að ganga frá - en ég náði að innrita mig og hlaupa að hliðinu í tæka tíð. Ég er enn að ná mér...
Feb 11, 2004
ÞÝSKALAND hér kem ég - ég er á leið til Þýskalands í fyrramálið og kem aftur heim á sunnudag. Tilgangur ferðarinnar að þessu sinni er að fara á fund í Rieneck með böns af liði út af IMWe. Því miður get ég ekki tekið þátt í IMWe í ár en ég fæ þó að taka þátt í undirbúningnum. Þannig eins og ég segi...ekki búast við að ég svari pósti eða síma fyrr en á sunnudag.
EN maður verður víst að drífa sig heim og leggja hönd á plógin áður en maður flýr af hólmi...
EN maður verður víst að drífa sig heim og leggja hönd á plógin áður en maður flýr af hólmi...
Feb 9, 2004
HELGIN búin! Ég eyddi henni nú mest megnis í að aðstoða foreldrana mina við flutning og undirbúning á því og í leikhúsinu. Skrapp reyndar á Þorrablót Svansins á laugardagskvöldið og smjattaði á súrmeti alveg ágætis skemmtun það. Það óvenjulega er að það er engin æfing í kvöld hjá Svaninum - skrýtið það en hún verður á miðvikudaginn í staðinn.
ÉG sé það að ég hef ekki ferðast nóg um heiminn enda mest megnis ferðast um mið evrópu og norðurlöndin. Það setur aukin kraft í mann að kanna hvort ekki sé ráð að fara á Interrail í sumar.
JÆJA ætli það sé ekki best að fara að koma sér heim á leið. Það er beðið eftir manni heima!
ÉG sé það að ég hef ekki ferðast nóg um heiminn enda mest megnis ferðast um mið evrópu og norðurlöndin. Það setur aukin kraft í mann að kanna hvort ekki sé ráð að fara á Interrail í sumar.
JÆJA ætli það sé ekki best að fara að koma sér heim á leið. Það er beðið eftir manni heima!
Feb 5, 2004
JAHÉRNA ég hef heimsótt 4% af löndum heimsins:
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Spáið í því
create your own visited country map
or write about it on the open travel guide
Spáið í því
SÆNSKUR það er nú bara það já! ég gerði mér ekki grein fyrir því að ég væri kominn útá svona hættulega braut með að fjárfest í þessum Sænska eðalgrip - hvað gera bændur nú kaupa sér Volvo eða? spurning! En ný þvottavélasaga - vissum betri helming datt í hug í gær að prófa nýja gripinn og setti samviskusamlega í vélina og setti í gang. Eitthvað lét þó vélin illa svo hringt var í hinn helminginn og spurt hvað gengi nú eiginlega að nýja fína gripnum. Hinn helmingurinn var nú fljótur að finna út úr þessu - gleymst hafði að skrúfa frá vatninu.
SVANURINN spilaði í þættinum FóLK í gær við mikinn fögnuð. Ég hef ekki séð þetta en mæli með að FÓLK horfi á endursýninguna ef kostur er.
SVANURINN spilaði í þættinum FóLK í gær við mikinn fögnuð. Ég hef ekki séð þetta en mæli með að FÓLK horfi á endursýninguna ef kostur er.
Feb 3, 2004
ÚPPS! sorrý Íris...ég vissi að ég hefði klikkað á því að setja einhverja inn! Búið að bæta úr því hér með og þið fáið heiðursæti hér. Maður þarf greinilega að passa sig betur.
EN á morgun mun Svanurinn spila í þættinum FÓLK á skjá einum, hvet alla til að fylgjast með allavega seinnihlutanum.
ÞAÐ helsta í fréttum er að ég er á heimleið að taka á móti nýju þvottavélinni og að sjálfsögðu keyptum við asko þvottavél sem ætti að endast okkur næstu 20 árin! vona það allavega annars drepur álfheiður mig.
EN á morgun mun Svanurinn spila í þættinum FÓLK á skjá einum, hvet alla til að fylgjast með allavega seinnihlutanum.
ÞAÐ helsta í fréttum er að ég er á heimleið að taka á móti nýju þvottavélinni og að sjálfsögðu keyptum við asko þvottavél sem ætti að endast okkur næstu 20 árin! vona það allavega annars drepur álfheiður mig.
Subscribe to:
Posts (Atom)