FLUTNINGAR eru fyrirbæri sem ég ætla að stunda sem sjaldnast á minni ævi! Á morgun mun ég í fyrsta skipti á minni 26 ára löngu ævi flytjast búferlum alla leiðina uppí Furugrund (fyrir þá sem ekki vita að þá er það ca 5 min frá því sem ég bý í dag). Mínir elskulegu foreldrar ákváðu að byggja sér nýtt hús fyrir efri árin og sem sagt selja ofan af mér. Ég sem var farinn að sjá fram á að búa í góðu yfirlæti í kjallaranum þar til að ég gæti skipt við þau.
LEIKRITIÐ er Meistarinn og Margaríta er frábært ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég get útvegað fólki miða á 1800 kall ef einhver hefur áhuga. Síðasta laugardag var ég einmitt að spila og leika. Þetta varð sögufræg sýning þar sem hún styttist alltíeinu um 20 mín. en það er víst bannað að segja afhverju.
INTERRAIL er eitthvað sem ég er að spá alvarlega í þessa dagana. Ég bý nú svo vel að eiga vini í Þýskalandi, Slóveníu, Danmörku, Noregi, Ítalíu og Austurríki allavega þannig að hugsanlega gæti ég flakkað um evrópu og fengið gistingu hér og þar. Hljómar eins og plott! Ekkert ákveðið en þetta kemur allt í ljós.
ÞVOTTAVÉLAKAUP eru á dagskrá í framhaldi af flutningunum. ég er nokkuð ákveðin eftir að hafa skoðað þvottavélar að ASKO eru bestar. nú er það bara að sannfæra Álfheiði um að eyða nokkrum þúsundköllum meira og kaupa alvöru græju.
EN nóg í bili ég lofa að fara að skrifa reglulegra hér inn...ef einhver saknaði þess!
Jan 28, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment