LÍFIÐ í Furugrundinni gengur vel! Við erum að koma okkur fyrir og reyna að ákveða hvað eigi að vera hvar. Ég er á leiðinni á Þingvelli að hitta Starfsráð (nefnd sem ég starfa fyrir í vinnunni). Síðan kem ég heim á morgun um miðjan dag til að komast í gírinn aftur við að standsetja íbúðina.
SÝNINGIN í gær gekk vonum framar, við spiluðum vel og leikararnir mundu sýnar línur. Mér var tjáð í gær að það yrðu sýningar allar helgar næstu tvo mánuði sem er bara mjög fínt.
Comment kerfið er komið inn á nýjan leik svo setjið endilega eitthvað comment þar.
Jan 31, 2004
Jan 30, 2004
FÖSTUDAGUR til fjár! ég er fluttur og svaf fyrstu nóttina í nýju íbúðinni í dag. Núna tekur við erfiður tími við að koma öllu draslinu fyrir - púff það á eftir að taka á. Einnig heldur leytin að þvottavél ársins áfram, það eru tvær komnar í lokaumferð annarsvegur AEG og hins vegur ASKO þetta er erfitt dæmi. Kannski ættum við bara að kaupa einhverja ódýra humm...
HELGIN er framundan og margt að gerast - í kvöld er það MM og á morgun verður haldið í vinnuferð að Þingvallavatni með Starfsráði BÍS. Á sunnudaginn er meiningin að halda áfram að standsetja íbúðina.
KATA ég er virkur...hættur að vera óvirkur please...ekki hafa mig í óvirka hlutanum...ég lofa að skrifa meira...og já helv..commentin duttu út ég þarf eitthvað að bæta úr því!
HELGIN er framundan og margt að gerast - í kvöld er það MM og á morgun verður haldið í vinnuferð að Þingvallavatni með Starfsráði BÍS. Á sunnudaginn er meiningin að halda áfram að standsetja íbúðina.
KATA ég er virkur...hættur að vera óvirkur please...ekki hafa mig í óvirka hlutanum...ég lofa að skrifa meira...og já helv..commentin duttu út ég þarf eitthvað að bæta úr því!
Jan 28, 2004
FLUTNINGAR eru fyrirbæri sem ég ætla að stunda sem sjaldnast á minni ævi! Á morgun mun ég í fyrsta skipti á minni 26 ára löngu ævi flytjast búferlum alla leiðina uppí Furugrund (fyrir þá sem ekki vita að þá er það ca 5 min frá því sem ég bý í dag). Mínir elskulegu foreldrar ákváðu að byggja sér nýtt hús fyrir efri árin og sem sagt selja ofan af mér. Ég sem var farinn að sjá fram á að búa í góðu yfirlæti í kjallaranum þar til að ég gæti skipt við þau.
LEIKRITIÐ er Meistarinn og Margaríta er frábært ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég get útvegað fólki miða á 1800 kall ef einhver hefur áhuga. Síðasta laugardag var ég einmitt að spila og leika. Þetta varð sögufræg sýning þar sem hún styttist alltíeinu um 20 mín. en það er víst bannað að segja afhverju.
INTERRAIL er eitthvað sem ég er að spá alvarlega í þessa dagana. Ég bý nú svo vel að eiga vini í Þýskalandi, Slóveníu, Danmörku, Noregi, Ítalíu og Austurríki allavega þannig að hugsanlega gæti ég flakkað um evrópu og fengið gistingu hér og þar. Hljómar eins og plott! Ekkert ákveðið en þetta kemur allt í ljós.
ÞVOTTAVÉLAKAUP eru á dagskrá í framhaldi af flutningunum. ég er nokkuð ákveðin eftir að hafa skoðað þvottavélar að ASKO eru bestar. nú er það bara að sannfæra Álfheiði um að eyða nokkrum þúsundköllum meira og kaupa alvöru græju.
EN nóg í bili ég lofa að fara að skrifa reglulegra hér inn...ef einhver saknaði þess!
LEIKRITIÐ er Meistarinn og Margaríta er frábært ef það hefur farið fram hjá einhverjum. Ég get útvegað fólki miða á 1800 kall ef einhver hefur áhuga. Síðasta laugardag var ég einmitt að spila og leika. Þetta varð sögufræg sýning þar sem hún styttist alltíeinu um 20 mín. en það er víst bannað að segja afhverju.
INTERRAIL er eitthvað sem ég er að spá alvarlega í þessa dagana. Ég bý nú svo vel að eiga vini í Þýskalandi, Slóveníu, Danmörku, Noregi, Ítalíu og Austurríki allavega þannig að hugsanlega gæti ég flakkað um evrópu og fengið gistingu hér og þar. Hljómar eins og plott! Ekkert ákveðið en þetta kemur allt í ljós.
ÞVOTTAVÉLAKAUP eru á dagskrá í framhaldi af flutningunum. ég er nokkuð ákveðin eftir að hafa skoðað þvottavélar að ASKO eru bestar. nú er það bara að sannfæra Álfheiði um að eyða nokkrum þúsundköllum meira og kaupa alvöru græju.
EN nóg í bili ég lofa að fara að skrifa reglulegra hér inn...ef einhver saknaði þess!
Jan 21, 2004
Mikið rosalega hef ég verið lélegur að blogga! En á því eru ýmsar skýringar, m.a. mikið að gera í vinnu og síðan stöndum við í flutningum. Á morgun er einmitt stefnan að hefjast handa við að mála nýja slottið og reyna að flytja um helgina. Frekar bjartsýn spá en þetta gengur vonandi eftir. Ég er næ ekki að útskrifast fyrr en í vor en það kemur víst ekki mikið að sök.
Jan 9, 2004
ERFIÐ vika á enda! Ég tók þrjú próf, kláraði æfingar fyrir leikritið og byrjaði að vinna fulla vinnu. Geri aðrir betra. Nú er vikan á enda og við tekur að pakka niður fyrir flutninga sem hefjast í næstu viku og spila á sýningu annað kvöld (nánri upplýsingar á www.hhh.is). Fjör fjör fjör...farinn heim!
Jan 2, 2004
Gleðilegt nýtt ár! Viðburðarríkt ár að baki og spennandi ár framundan. Mér finnst það vera með ólíkindum hvað fólk getur eytt í flugelda...sjálfur eyddi ég ekki krónu þetta árið...þetta er mjög gaman reyndar en common að vera eyða yfir 10 þús krónum! En best að halda áfram...maður þarf að mæta á æfingu í kvöld og alla helgina, finna einhvern tíma til að læra fyrir próf...nóg að gera að venju.
Subscribe to:
Posts (Atom)