Dec 16, 2003
ÞAÐ er runnið af mér! Helginn var mjög strembinn við vorum að æfa leikritið bæði á laugardag og sunnudag frá 10 til 16. og svo spilaði ég á Laugarveginum á laugardaginn. Framundan eru strembnar æfingar og smá jólafrí og áramótafrí.
Við vorum að spila áðan í Mál og menningu á Laugarvegi og fengum gefins bókina um meistaran og margarítuna. Nokkuð gott svo nú er bara málið að byrja að lesa...kannski ég klári vörnina fyrst en hún er á fimmtudaginn. Sem sagt góðir dagar framundan...
Við vorum að spila áðan í Mál og menningu á Laugarvegi og fengum gefins bókina um meistaran og margarítuna. Nokkuð gott svo nú er bara málið að byrja að lesa...kannski ég klári vörnina fyrst en hún er á fimmtudaginn. Sem sagt góðir dagar framundan...
Dec 13, 2003
DAGUR dauðans...nei reyndar ekki það er kominn nýr dagur! en dagurinn, sem sagt gær dagurinn var sófadagur. Horfði meira segja á útsendingu frá Alþingi. Þetta var sem sagt ein sú versta þynka sem ég hef upplifað sem er afleiðingar fimmtudagskvöldsins...þá var djammað með bekknum helv...mikið fjör. Ég, Jói og Hákon tókum Gleðibankann við mikinn fögnuð, æsispennandi kosningar um um ýmsa lykilmenn í bekknum og mikið drukkið af fríum bjór og víni frá dyggum stuðninsfyrirtækjum bekkjarins. Skemmti mér hið besta og fór heim á skikkanlegum tíma, vaknaður klukkan 9 en komst ekki lengra en í sófan = þynka dauðans!
Á MORGUN eða í DAG fer dagurinn í æfingar með Hafnarfjarðarleikhúsinu og líka sunndagurinn. Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í bólið...
Á MORGUN eða í DAG fer dagurinn í æfingar með Hafnarfjarðarleikhúsinu og líka sunndagurinn. Jæja ætli það sé ekki best að koma sér í bólið...
Dec 10, 2003
FURÐULEGT hvað maður getur verið þreyttur stundum! Borðið á bókhlöðunni er meirasegja orðinn spennandi svefnstaður - en það má víst ekki...Ég sem sagt svaf alltof lítið síðustu nótt er búinn að vera dauðþreyttur að rembast við að lesa í allan dag. Dagurinn er brátt á enda og þá kemst ég loksins í rúmið. Á morgun er síðasta prófið mitt og svo vörnin eftir viku. Þetta er allt að koma og já á morgun er líka bekkjarpartý sem vonandi hressir uppá sál og líkama:)
Dec 9, 2003
PRÓF III lokið og gekk bara glymrandi vel - þar til annað kemur í ljós! Ég afrekaði það í fyrsta skipti að vera fyrstur til að skila prófinu, veit ekki hvort það sé slæmt eða gott. þá er bara að hefja lesturinn fyrir næsta próf sem er á fimmtudaginn kl. 13. Mættur á þjóðarbókhlöðuna og er að fara að lesa...
Dec 8, 2003
MÁNUDAGUR en á ný og jón búinn að kúka á kerfið :) Ég er temmilega ánægður með árangur helgarinnar en hefði mátt standa mig betur. Það má eiginlega segja að ég hafi lært eftir opnunartímanum í þjóðarbókhlöðunni sem er skammarlega lítill um helgar.
FYRSTA skátablaðið í minni ritstjórn er að verða klárt, gott að vinna svona í prófunum. Þetta er nú ekkert stórblað fjórblöðungur með dagatalinu fyrir næsta ár inní. Nú það er bara að sjá hvernig fólkinu líkar hvort að það verða fleirri blöð í minni ritstjórn. Annars er þetta nú merkilegt nokk, blað sem hefur komið út í 70 ár alla vega og sá sem ritstýrði flestum blöðum ritstýrði 23. Mikið að stefna á...sérstaklega þegar það komu bara út 2 tbl á þessu ári.
ÆTLI það sé ekki best að fara að læra að stjórna sölumönnunum. Hvernig eigi að umbuna þeim og hvetja áfram í starfi. Ég hef lesið skemmtilegri bækur og er farinn að skilja afhverju kennarinn hafði ekki meiri áhuga á þessu. jæja farinn að lesa...
FYRSTA skátablaðið í minni ritstjórn er að verða klárt, gott að vinna svona í prófunum. Þetta er nú ekkert stórblað fjórblöðungur með dagatalinu fyrir næsta ár inní. Nú það er bara að sjá hvernig fólkinu líkar hvort að það verða fleirri blöð í minni ritstjórn. Annars er þetta nú merkilegt nokk, blað sem hefur komið út í 70 ár alla vega og sá sem ritstýrði flestum blöðum ritstýrði 23. Mikið að stefna á...sérstaklega þegar það komu bara út 2 tbl á þessu ári.
ÆTLI það sé ekki best að fara að læra að stjórna sölumönnunum. Hvernig eigi að umbuna þeim og hvetja áfram í starfi. Ég hef lesið skemmtilegri bækur og er farinn að skilja afhverju kennarinn hafði ekki meiri áhuga á þessu. jæja farinn að lesa...
Dec 5, 2003
PRÓF II búið sem sagt háfnaður jibbý! Gengið þokkalega hingað til svo nú er það bara að taka restina með trompi. mættur á bókhlöðuna á nýjan leik...
FLUTNINGARNIR hefjast sem sagt eftir áramót og ef allt gengur upp munum við flytjast uppí Furugrund. Fyrir þá sem vita það ekki að þá er það ca 5 mín frá því sem við búum núna. Þannig að ef þið eruð að koma í heimsókn að þá getiði komið (þ.e. eftir að við erum flutt) í Birkigrundina og labbað þaðan á nýja staðinn.
HELGIN er víst framundan! Það verður tekið frí í kvöld og horft á IDIOT og svo tekið á því á morgun.
FLUTNINGARNIR hefjast sem sagt eftir áramót og ef allt gengur upp munum við flytjast uppí Furugrund. Fyrir þá sem vita það ekki að þá er það ca 5 mín frá því sem við búum núna. Þannig að ef þið eruð að koma í heimsókn að þá getiði komið (þ.e. eftir að við erum flutt) í Birkigrundina og labbað þaðan á nýja staðinn.
HELGIN er víst framundan! Það verður tekið frí í kvöld og horft á IDIOT og svo tekið á því á morgun.
Dec 4, 2003
Dec 3, 2003
FYRSTA prófið er búið og það næsta á föstudaginn! Þetta gekk ágætlega held ég bara. Ég á nú von á einföldu prófi næsta föstudag og á þriðjudaginn en síðasta prófið verður stembið.
VIÐ flytjum væntanlega í janúar allavega lítur allt út fyrir það. Það er komið tilboð í húsið sem verður nokkuð örugglega tekið og það þarf að rýma það fyrir 15. febrúar. Sem sagt Jón er að flytja í fyrsta skipti á æfi sinni spáið í því...
VIÐ flytjum væntanlega í janúar allavega lítur allt út fyrir það. Það er komið tilboð í húsið sem verður nokkuð örugglega tekið og það þarf að rýma það fyrir 15. febrúar. Sem sagt Jón er að flytja í fyrsta skipti á æfi sinni spáið í því...
Subscribe to:
Posts (Atom)