Ég lofaði því víst fyrir þó nokkru að setja einn póst á síðuna á viku, að minnsta kosti. Best að standa við það!
Síðustu misseri hafa verið erfið, mikið að gera í vinnunni og eins og stór vinur minn JGS benti réttilega á að þá er það sennilega að mestu leyti mér sjálfum að kenna. Reyndar var um síðustu helgi Skátaþing og það þýðir alltaf mjög mikið álag vikurnar fyrir það. Hitt er annað að í næsut viku er ég á leiðinni til Portúgal á RoverNet og í vikunni eftir það til Þýskalands á IMWe. Það bauð ég mig fram í og ber get engum öðrum en sjálfum mér kennt um það. En málið er að þetta er svo svakalega gaman að þessu og þess vegna er maður að þessu.
Í næstu viku eru Svanstónleikar í Ými, nánar tiltekið á þriðjudaginn. Lofa góðri skemmtun þeir hafjast kl. 20.
En sumarfríið er að skýrast. Í gær bókuðum við flug til London með Bristish Airways fyrir 12 þús kall á manninn fram og til baka, ekki slæmt það. Við förum út 3. júlí og komum heim aftur 19. júlí. Það er ekki alveg ákveðið hvað við gerum þarna í millitíðinni en að verður einhver þvælingur um bretlandseyjar. Verður ljúft að komast í gott frí, ekki varð mikið úr því í fyrra.
Mar 22, 2006
Mar 14, 2006
Stundum þarf maður að gera meira...
Það er víst svoleiðis að maður þarf stundum að gera meira en maður ætlar sér. Það er eiginlega svolítið lýsandi fyrir síðustu helgi. Eigum við að byrjan á föstudeginum:
Svansárshátíð: Álfheiður var á fullu að sinna þeim málum sem gildur limur í skemmtinefnd. Síðustu ár hef ég reynt að halda mig til hlés í þessum efnum og leyft öðrum að sjá um þetta mál. En ég komst víst ekki hjá því að leggja mitt af mörkum, hlusta, styðja, bera og allt það sem í svona undirbúningi felst. Úr varð besta skemmtun, ekki það að mitt innlegg hafi skipt miklu, en ég skemmti mér alla vega mjög vel. Gaman að hitta líka gamla hressa félaga á nýjan leik.
og svo kom laugardagurinn þunni framan af...
Ég fór víst á fætur snemma, sofnaði aftur og vaknaði, lagði mig pínulítið og tók svo strætó niður í Borgartún þar sem bíllinn var. Sóttum hann skiluðum dóti og komum okkur heim. mér fannst það frábær hugmynd eftir afrek dagsins að við myndum skella okkur í bíó...NEI auðvitað fékk ég símtal kl. 19:30 sem breytti öllu kvöldinu!!! Tveir strákar týndir í skátagöngu uppá Hellisheiði! Símtölin tóku að berast og þar sem ég bar ábyrgð á þessari göngu sem starfsmaður hreyfingarinnar að þá þurfti ég að taka að mér milligöngu milli skipuleggjenda göngunnar og annara. Skrapp uppá heiði fékk allar upplýsingar og skreið í bælið þegar heim var komið. Aumingja Álfheiður sat ein heima eftir þetta allt saman.
Þá tók sunnudagur við...
Vaknaði hress og kátur og gerði plön fyrir daginn, maður ætlar alltaf að nýta sunnudagana í það sem maður gat ekki gert hina daga vikunnar. Síminn hringir og ég beðinn um að hjálpa til uppá heiði. Snjókoma og allmenn bleyta. koma liðinu í Hveragerði í alvöru bleytu í sundlauginni! Gerði þetta með glöðu geði kom heim seinnipartinn og fór á bókasafnið og í sorpu. En þegar heim var komið sá ég að ég þrufti að skila upplýsingum um Róververkefnið mitt svo hægt væri að gefa það út. Mér til mikillar skelfingar sá ég að sá sem unnið hafði drögin af dæminu misskildi það og ég þurfti að setjast niður og skrifa dæmið allt frá grunni.
Helgin fyrir bí...
Svansárshátíð: Álfheiður var á fullu að sinna þeim málum sem gildur limur í skemmtinefnd. Síðustu ár hef ég reynt að halda mig til hlés í þessum efnum og leyft öðrum að sjá um þetta mál. En ég komst víst ekki hjá því að leggja mitt af mörkum, hlusta, styðja, bera og allt það sem í svona undirbúningi felst. Úr varð besta skemmtun, ekki það að mitt innlegg hafi skipt miklu, en ég skemmti mér alla vega mjög vel. Gaman að hitta líka gamla hressa félaga á nýjan leik.
og svo kom laugardagurinn þunni framan af...
Ég fór víst á fætur snemma, sofnaði aftur og vaknaði, lagði mig pínulítið og tók svo strætó niður í Borgartún þar sem bíllinn var. Sóttum hann skiluðum dóti og komum okkur heim. mér fannst það frábær hugmynd eftir afrek dagsins að við myndum skella okkur í bíó...NEI auðvitað fékk ég símtal kl. 19:30 sem breytti öllu kvöldinu!!! Tveir strákar týndir í skátagöngu uppá Hellisheiði! Símtölin tóku að berast og þar sem ég bar ábyrgð á þessari göngu sem starfsmaður hreyfingarinnar að þá þurfti ég að taka að mér milligöngu milli skipuleggjenda göngunnar og annara. Skrapp uppá heiði fékk allar upplýsingar og skreið í bælið þegar heim var komið. Aumingja Álfheiður sat ein heima eftir þetta allt saman.
Þá tók sunnudagur við...
Vaknaði hress og kátur og gerði plön fyrir daginn, maður ætlar alltaf að nýta sunnudagana í það sem maður gat ekki gert hina daga vikunnar. Síminn hringir og ég beðinn um að hjálpa til uppá heiði. Snjókoma og allmenn bleyta. koma liðinu í Hveragerði í alvöru bleytu í sundlauginni! Gerði þetta með glöðu geði kom heim seinnipartinn og fór á bókasafnið og í sorpu. En þegar heim var komið sá ég að ég þrufti að skila upplýsingum um Róververkefnið mitt svo hægt væri að gefa það út. Mér til mikillar skelfingar sá ég að sá sem unnið hafði drögin af dæminu misskildi það og ég þurfti að setjast niður og skrifa dæmið allt frá grunni.
Helgin fyrir bí...
Mar 9, 2006
Hva maður verður að blogga meira
Já það er víst satt að maður er allt of lélegur að blogga. Það hefur reyndar verið frekar mikið að gera hjá mér síðustu vikur og lítill tími til að sinna þessum málum. En ég lof hér með hátíðlega að reyna að standa mig betur í þessum málum.
Um síðustu helgi tók ég mér frí frá öllu og reyndi að gera sem allra allra minnst. Engin vinna bara afslöppun og koma skikki á ýmis mál. ÉG lýg þessu reyndar...á laugardaginn var æfingadagur í Svaninum en ég átti gott frí á sunnudaginn. Vikan byrjaði svo að sjálfsögðu með hvelli það eru næg verkefni sem standa fyrir dyrum þessa dagana í vinnunni. Skátaþing verður eftir rúma viku svo að maður verður víst að bretta upp ermar svo allt verði klárt í tíma.
Á morgun er árshátíð Svansins og mér er boðið í tvítugsafmæli á laugardaginn, annars er þetta lítið skipulagt þessa helgi. Ég held að ég sé að fá fráhvarfseinkenni frá ferðalögum, ég er búinn að vera heima hjá mér í þrjár vikur og ekkert skipulagt fyrr en eftir þrjár vikur...spáið í því!!!
Um síðustu helgi tók ég mér frí frá öllu og reyndi að gera sem allra allra minnst. Engin vinna bara afslöppun og koma skikki á ýmis mál. ÉG lýg þessu reyndar...á laugardaginn var æfingadagur í Svaninum en ég átti gott frí á sunnudaginn. Vikan byrjaði svo að sjálfsögðu með hvelli það eru næg verkefni sem standa fyrir dyrum þessa dagana í vinnunni. Skátaþing verður eftir rúma viku svo að maður verður víst að bretta upp ermar svo allt verði klárt í tíma.
Á morgun er árshátíð Svansins og mér er boðið í tvítugsafmæli á laugardaginn, annars er þetta lítið skipulagt þessa helgi. Ég held að ég sé að fá fráhvarfseinkenni frá ferðalögum, ég er búinn að vera heima hjá mér í þrjár vikur og ekkert skipulagt fyrr en eftir þrjár vikur...spáið í því!!!
Subscribe to:
Posts (Atom)