Dec 24, 2005
Gleðileg jól
Það eru jól að hefjast í dag. Síðustu viku er ég búinn að fara víða. Um síðustu helgi var ég í London á fundi, góður fundur, og núna er ég kominn til Akureyrar þar sem jólin verða haldin hátíðlega. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Dec 14, 2005
það er miðvikudagur
Skrýtið með það hvernig þessir dagar fljúga einn af öðrum. Áður en þú viest af (eftir 10 daga) eru kominn jól, fólk treður sig út af mat og rífur utan af pökkunum. Smá hlé á stressi og aftur í hversdagsleikan eftir að allt hefur verið brotið upp...én hvað ætla ég að gera á þessum tíu dögum...London Yee baby...fer á föstudaginn til London á fund og fæ víst líka að fara í London Eye. Ekki leiðinlegt það að sleppa aðeins frá stressinu og chilla í london.
Dec 11, 2005
Reykingar
Aldrei þessu vant var ég glaðvaknuður í fyrrafallinu á sunnudagsmorgni og ákvað að horfa á Sunnudagsþáttinn á skjá einum (Álfheiður lá uppí rúmmi). Svo sem ekki frásögu færandi að maður horfi á einn umræðuþátt á sunnudagsmorgni nema hvað umræðuefnið vakti athygli mína, frumvarp um bann við reykningum á veitingahúsum og skemmtistöðum. Þetta er mál sem ég er búinn að bíða lengi eftir og styð heilshugar, ég hef aldrei skilið það hvernig 15% þjóðarinnar getur ráðið andrúmsloftinu á skemmtistöðum, þú kemur heim eftir að hafa farið á skemmtistaði og þarf að passa þig á að setja fötin í poka og loka honum til að þú lifir af daginn eftir. Ef maður fer edrú á skemmtistaði að þá er það samt ávísun á hausverk daginn eftir út af reykningum. Í þættinum komu fram þær fullyrðingar að engar rannsóknir sýndu fram á skaðsemi óbeinna reykninga (bull bull bull) það var eins og einn af þáttarstjórnendunum væri að halda í síðasta halmstráið þar sem ein rannsókn sem gerð var gat ekki sýnt fram á tengslin þarna á milli!!! Að banna reykingar á skemmtistöðum er ekki skerðing á persónufrelsi, að sama skapi gæti ég sagt það að leyfa það sé skreðing á mínu persónufrelsi.
Til ykkar sem reykið - sá á kvölina sem á völina!
Til ykkar sem reykið - sá á kvölina sem á völina!
Dec 7, 2005
Íbúðalán...dráttavextir og svínarí...frábærir tónleikar
Íbúðalánið kom í gegn í dag eða réttara sagt við þurftum að byrja að borga af því. Þetta er búið að taka næstum því mánuð að ganga frá öllu sem hvíldi á íbúðinni svo að við gætum greitt þetta út. Það besta er að lánið byrjaði að telja 15. nóv. eins og um var samið við bankann en ég hafði ekki áttað mig á því að frá þeim tíma átti ég að fara að borga af því, enda fékk ég enga meldingu um það frá bankanum. Þannig að þegar að greiðsluseðillinn kom inn í dag voru vextir og dráttarvextir farnir að tikka. Það á ekki vel við mann sem er ferlega illa við að skulda vexti, blóðpeningar, svo ég hringdi í bankann og reifst og skammaðist og á endanum féllust hann á að endurgreiða mér vextina þar sem þetta var ekki mín sök. Þá er bara að safna upp í lokagreiðslu sem er 2. janúar og þá fáum við afhent afsalið af íbúðinni.
Svanstónleikarnir voru á sunnudaginn. Þeir heppnuðust frábærlega vel, sjá á www.svanur.org. Þetta er ekkert smávegins flott band orðið verð ég nú bara að segja :-)
Svanstónleikarnir voru á sunnudaginn. Þeir heppnuðust frábærlega vel, sjá á www.svanur.org. Þetta er ekkert smávegins flott band orðið verð ég nú bara að segja :-)
Subscribe to:
Posts (Atom)