Aug 26, 2005

Menningarnótt

Jæja þá er enn einni menningarnóttinni lokið. Við spiluðum og spiluðum og spiluðum aðeins meira alveg til tvö. Það leit reyndar út fyrir að við myndum hætta um hálf eitt en þar sem við vorum stoppaðir af af staffinu á kaffi vín, sem betur fer var þetta misskilningur og þau báðust afsökunar og við héldum áfram að spila. Afrakstur kvöldsins er að finna síðunni hjá fjalari. Í held sinni er ég mjög ánægður með kvöldið og hlakka til að takast á við næstu Andar verkefni:-) Myndir koma væntanlega eftir helgi á myndasíðuna.

Aug 14, 2005

Menningarnótt er handan við hornið...

Það styttist óðum í menningarnótt, við í Öndinni erum búnir að æfa mjög reglulega síðustu vikur til að vera til í slaginn. Við höfum bætt 10 nýjum lögum á prógrammið okkar, tvö frumsaminn lög eftir Matta og tvær syrpur eftir hann líka. Þetta lítur allt mjög vel út :-) Allir að mæta á Kaffi Vín á menningarnótt, talið í um klukkan 21:30 og spilað fram á rauðan morgunn...

Af öðrum málum er það að frétta að ég er ekki ennþá búinn að taka neitt frí að ráði, þrátt fyrir að það hafi verið planið. Það er víst svo að ekki geta allir tekið sér frí á sama tíma og þar sem ég er búinn að taka hluta af mínu fríi ákvað ég að láta eftir og vinna síðustu viku. Næ væntanlega að taka einn eða tvo daga í næstu viku síðan tekur maður eitthvað frí í haust.

Þar sem það er svo langt síðan ég hef eitthvað látið út úr mér varðandi pólitík að þá get ég ekki látið hjá líðast að minnast á að loksins er R-listinn að liðaðst í sundur. Sem er að sjálfsögðu mikil gleði tíðindi að eitthvað vitrænt stjórnunarform komist á borgina á nýjan leik með nýjum meirihluta í vor...nóg um það í bili...

Aug 1, 2005

Fyrsti frídagurinn í mánuð

ÉG á frí í dag - jibbý...síðustu vikur hafa verið vinna allan sólarhringinn! Í dag losna ég við megnið af útlendingunum og eftir er örfáir sem ætla að ferðast á eigin vegum, maður verður eitthvað fram eftir vikunni að ganga frá Landsmótinu og undirbúa startið næsta haust. Síðan fer maður vonandi í svona eins og viku frí til að safna kröftum fyrir næsta bardaga ;-)

Landsmót skáta gekk mjög vel, það kom ekki dropi úr lofti alla vikuna. Æfingar fyrir menningarnótt eru hafnar og það verður æft stíft næstu vikur, Öndin er að undirbúa nýtt prógram sem á eftir að koma skemmtilega á óvart ;-) Meira um það síðar...