ég er hýr og ég er glöð, jón er komin heim! ég kom á skerið í gær með látum, haldið þið ekki bara að ég hafi verið böstaður í tollinum út af því að ég var með 200 ml. meira af sterku áfengi heldur en leyfilegt er. En þar sem ég játði brot mín greiðlega þá þurfti ég einungis að greiða einkaleyfisgjald og vsk af umframmagninu, auk þess að lofa að framvegins færi ég í gegnum rauðahliðið ef ég væri með eitthvað aukalega. Þetta gerði heilar 578 kr. og á meðan ég var yfirheyrður var verið að bösta eitthvað lið fyrir að koma ólöglega til landsins, bara svona til að undirstinga alvarleika glæpsins sem ég framdi ;-)
En ég fór í frábæra ferð til Hollands, vel skipulagt og árangursríkt námskeið um viðurkenningu á störfum sjálfboðaliða í atvinnulífinu og í skólakerfinu. Ég er að undirbúa námskeið og þýðingu á gögnum sem við munum reyna að gefa út í kjölfarið...nokkuð gott. Síðan heimsóttum við jónarnir Elfu og Reyni í Lundi svona út af því að við vorum á ferðinni. Sem verra er að við vorum svo þreyttir að við náðum ekki að drekka reyni út á gaddinn...better luck next time!
Jan 25, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Velkominn á skerið! Hvert er síðan ferðinni heitið næst...eða ertu kannski farinn nú þegar?
Var reyndar að reyna að ná í þig um daginn...var að velta fyrir mér ofursveitinni Öndinni fyrir partý sem ég er að halda í OR húsinu. Gengur líklega ekki...erum að skoða einhverja gauka frá Akranesi...er þó með ykkur í bakhöndinni.
Post a Comment