Er að verða góður af veikindunum, smá kvef eftir. Ég ákvað að vera heima í dag til að ná þessu örugglega úr mér en á morgun bíður hvort sem er vinna. Ferlega leiðinlegt að hanga heima og sofa, horfa á sjónvarp, pikka í tölvuna og sofa aðeins meira, síðan er maður búin að sofa svo mikið yfir daginn að maður sofnar ekki fyrr en um miðja nótt. Svona er þetta víst!
Ég ákvað rétt í þessu að ég væri orðin nógu frískur til að fara út að borða og hitta gamla skólafélaga. Enda er ástæða til að fagna, fékk í gær niðurstöðu úr síðasta prófinu sem ég tók um daginn og náði því. Þar með er ég búin að ljúka öllu í Tækniháskólanum og get því útskrifast þann 29. janúar nk. Temmilega sáttur við að hafa loksins lokið þessu og geta haldið áfram. En hvað tekur við, búin með fyrstu háskólagráðu, er það nóg? á maður að fara í master? hvað á maður eiginlega að gera? Vinna er allavega það sem ég geri næsta árið, hvað tekur við þá hef ég ekki hugmynd um. Kannski að vinna áfram eða mennta sig meira eða bara bæði - bæði gott - eins og í auglýsingunni.
En svona er þetta loksins orðin fullvaxta maður - spáið í því...
Jan 14, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
4 comments:
Það er sko eiginlega "bæði betra" en ekki "bæði gott"! En þar sem við skildum öll hvað þú varst að meina veit ég ekki afhverju ég er að vekja óþarfa athygli á þessu! Jæja ég er hætt þessari vitleysu!
Takk Dröfn, Rétt skal vera rétt!
Til hamingju með prófið!! :) Svo er líka einn möguleiki að fara til Þýskalands og klára e-ð meira þar ;) Örugglega fullt fyrir ykkur að gera hér! :)
Til haminju með það!
...og láttu þér svo frískna. :)
Sævar
Post a Comment