Oct 16, 2004

Skrapp í fjallgöngu áðan á Helgafellið með Gísla bróðir. Stoppuðum í fjallakofanum áður og ég keypti nýja gönguskó enda veitir ekki af fyrir fjallgögnurnar sem eru framundan. Stíft æfingarferli er nú hafið fyrir næsta sumar þegar stefnan er tekin á Laugarveginn á milli Landmannalauga og Þórsmerkur. Í næsta mánuði verður haldið á Esjuna eða Keili veltur á veðri og öðrum aðstæðum. Jæja best að fara að þrífa af sér skítalyktina...

2 comments:

Drofn Helgadottir said...

Iss... æfa smæfa! Ég fór Laugaveginn þegar ég var 13 án þess að blása úr nös! En ok, ok... getur varla gert illt verra að æfa... Go Jón Ingvar!

Anonymous said...

Þú verður samt áfram feydastur :D