Sep 22, 2004

í grámyglunni er stundum gott að sjá ljósið! í næstu viku hefst Jazzhátíð í Reykjavík og ég er búinn að kaupa miða á tónleika á föstudagskvöldið og sunnudagskvöldið. Bara snilld!
En meira af grámyglunni sem ásækir okkur þessa dagana, út er rigning - maður veit ekki hvort það sé heitt eða kallt eða bara yfir höfuð hvað er í gangi. svei mér þá! En það er svo sem ekkert slæmt við þetta í sjálfum sér, svona er þetta bara.
Hversu mikið á maður að vellta sér annars uppúr hversdagsleikanum? Yrði maður ekki bara geðveikur á því? sennilega...brostu fram í heiminn og hann brosir framan í þig...piff ekki veit ég hvaða snillingur fann þetta upp!
Ég er að spá i að fara á stórsveitartónleikana í kvöld - humm vonandi verð ég búinn að fundi í tíma...Jæja nóg komið að bulli...

1 comment:

Anonymous said...

Thu fundar svo mikid ad thad maetti halda thu vaerir svii

//Reynir