Sep 15, 2004

Komin heim frá Þýskalandi. Þetta var bara snild...við komum út á fimmtudegi, flugið gekk að óskum nema að ein taska rifnaði og engir simbalar fundust! Hófst þá mikil leit og um síðir fundust þeir á íslandi. Á fimmtudagskvöldið var spilað á stað sem bruggar sinn eigin bjór og framreiðir snildar snitzel.
Föstudagurinn rann um hreinn og fagur! Fórum í náttúrulega laug og spiluðum. Þar hittum við fyrst Króatana sem áttu eftir að koma mikið við sögu síðar í ferðinni. Eftir góðan sundsprett var haldið í Pizzaveislu og þar komu einnig Elfa, Reynir og Rúnar stjórnandi við mikin fögnuð. Um kvöldið var haldið í tjaldið og borðað - þá komu Sævar, íris, Fjalar og Freysi. Freysi kom alla leiðinna frá Bandaríkjunum og var hvað óvæntasti meðlimur svansins um helgina. Þá kom röðin að okkur að ganga uppá svið. Við spiluðum Öxar við ána og El cumbacero uppá sviði. Lýðurinn æstist svo mikið að það var öskrað "meira, meira meira á þýsku". Ekki smá gaman að þessu æðislegt "Kikk".
Laugardagurinn var frekar þunnur! Spiluðum kl. 11 á solplatz og fengum svo pásu. Kl. 16 voru tónleikar í Konzerthalle og ég hélt eftir þá í cokteilboð hjá borgarstjóranum, frekar aumt boð. Um kvöldið voru rosatónleikar með concertina, frábært gamalt rokk popp band. Ella Vala mætti í sínu fínasta pússi og tók þátt í fjörinu með okkur.
Sunnudagurinn var frekar hress, spiluðum í konserthalle um morguninn og svo í stjörnu og göngu eftir hádegi. Dagurinn endaði með spilamennsku á gömlu brautarstöðinni þar sem við slógum en og aftur í gegn. Eftir spilamennskuna var borðað og drukkið, gáfum gjafir og þökkuðum vel fyrir okkur. Eftir það hélt hluti af hópnum á annan stað þar sem fyrir var pólska sveitin og einhverjir þjóðverjar! Einn þjóðverjinn bað okkur um að spila og hann sagðist þá borga bjórinn...sem við að sjálfsögðu þáðum. Tær snild Rúnar og Finnur spiluðu í tvo klukkutíma mikið stuð.
Aftur að tveim árum liðnum held ég að hafi verið samhljómur í restina...frábær ferð! Takk allir sem komu og gerðu þetta að þessari snild.

2 comments:

Anonymous said...

GEGGJUÐ FERÐ!! Takk fyrir mig... Elfa

Anonymous said...

Takk fyrir fráááábæra helgi!!!
Íris