Oct 10, 2002

Próflok og æfing...í gær var síðasta prófið hjá mér! ég held að þetta hafi gengið bara þokkalega í þetta skiptið - krosslegg fingur og vona hið besta :-) Síðan í gærkvöld fór ég á Svansæfingu..nokkuð góð leit samt ekkert of vel út til að byrja með..fáir mættir en svo rættst úr. Á æfingunni voru nokkrar vangaveltur um aðalfundinn og ég ítrekaði að fólk mætti bjóða sig fram í hin og þessi embætti eins og Húsvörður, mætingastjóra eða skemmtinefnd - vitir menn haldið þið ekki að baritónleikarinn hafi spurt hvort að hann mætti ekki bjóða sig fram til formanns, ég sagði að það væri sjálfsagt ef hann myndi þora í mig...ég held að hann gugni á þessu...jæja það er best að fara að vinna og undirbúa sig fyrir nákvæma endurskoðun í kvöld....

No comments: