Oct 9, 2002
PLÁSS...hvað er þetta með pláss á netinu? Loksins þegar maður setur eitthvað af myndum og dóti á netið að þá er PLÁSSIÐ búið! og hvað er þá til ráða? jú maður fer og talar við mann sem þekkir mann og spyr átt þú PLÁSS (do you have some space men) og þá er sagt um hæl "ha ég já við ættum að geta reddað því" og svo "tja þú verður bara að gera svona og svo eilítið annað og svo kannski hitt" ble...eitt stórt spurningarmerki...en nóg um þessar vangaveltur! ég fór í gær á æfingu hjá Svaninum, mikið fjör - við erum með tónleika, aðalfund og myndakvöld á laugardaginn - til að hita upp fyrir þetta að þá verður endurskoðun heima hjá mér á fimmtudaginn - s.s. nóg að gera á þeim vígstöðvum og já síðan er það skólinn - síðasta prófið á morgunn :-) og svo er vísindaferð í landsíman á föstudaginn. Svona til að súmmera þetta aðeins upp að þá er nóg að gera í félagslífinu næstu daga - enda eins gott því ég er orðin eins og úldin sveskja eftir síðustu vikur í verkefnum og prófum. Jæja..nóg í bili....
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment