Við skrifuðum undir kaup á íbúðinni sem við búum í síðastliðin mánudag. Við erum búinn að eyða vikunni í að skoða fjármögnunarmöguleika, sækja um eitt lán hætta við það og sækja um annað. Ljóta hringavitleysan allt saman. Við tökum lán hjá Landsbankanum og erum aðskoða hvað lengi osfrv. Mér sýnist það stefna í að við tökum 25 ára lán og 15 ára viðbótarlán, þá er greiðslubyrgðin ásættanleg. Annars er þetta ljóti hausverkurinn að standa í þessum málum og ég vona að þetta gangi yfir fljót og vel.
Ég fór í viðtal síðasta föstudag í Genf. Viðtalið gekk ágætlega en ég fékk ekki vinnu, góður skóli þó að sækja þetta viðtal.
Oct 21, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
2 comments:
Til hamingju með íbúðina!!!
Íris
Glæsilegt.... til hamingju :-)
Kv. Katalitla
Post a Comment