Jul 8, 2005

Vinna

Það er brjálað að gera þessa dagana, Landsmót skáta er einungis eftir 10 daga. Fyrstu útlendingarnir koma í kvöld, en þetta verður nú samt rólegt (í komum) fram á mánudag. Á næstu 10 dögum á ég von á um 800 erlendum skátum. Þannig að næsta vika verður brjáluð...eins og maðurinn sagði. Það verður allavega ekki rólegt aftur fyrr en um verslunarmannahelgina. Nóg að sinni...

Jul 2, 2005

Duran Duran

Ég skellti mér á Duran Duran í fyrradag, snildar tónleikar. Mér leyst nú ekkert svakalega vel á þetta því að þegar ég gekk inn að þá var Simon ramm falskur og þetta einhvernveginn virkaði ekki. En í þriðjalaginni klikkaði þetta allt saman og fór að hljóma þokkalega. Þetta er náttúrulega stemmingsband en ekki bestu tónlistarmenn í heimi. Í hnotskurn er hægt að segja að þetta hafi staðið vel undir væntingum og var hin besta skemmtun.

Duran Duran kvöldið byrjaði reyndar ekkert svakalega vel. Hún Anna María vann í einhverjum leik ferð með limmu á tónleikana og út að borða á Rossopomodoro (eða hvernig sem það er nú sagt). Limman kom klukkutíma of seint svo það var étið í miklu hasti. Svo til að kóróna allt mætti ljósmyndari frá séð og heyrt og tók myndir af okkur í matnum og limmunni. Mættum á tónleikana þegar það var verið að spila fyrsta lagið...just in time ;-)

Svona rétt í lokinn er rétt að minnast á flotta jazz tónleika sem ég fór á með Finni og Matta. Nenni ekki að skrifa um þá, það er hægt að lesa allt um þá á www.finnurmagnusson.com Hljómsveitin heitri Tyft...