Apr 1, 2005

Jæja þá er ég komin á skerið á nýjan leik eftir frábæra páskaviku í Þýskalandi. Ég fór á IMWe sem var haldið í Mandsfeld í austur Þýskalandi. Tær snild eins og venjulega. Þrátt fyrir ýmsar athugasemdir við þýskukunnáttu mína að þá dugaði hún mér nokkuð vel þegar ég fór að versla í fyrir IMWe en ég bar ábyrgð á fara að kaupa inn að þessu sinni og kynntist þar af leiðandi svæðinu aðeins meira heldur en flestir aðrir. Svakalegasti verslunartúrinn sem við fórum í tók fimm tíma. Þá fórum við í IKEA í Leipzig sem átti einugis að taka þrjátíma en sökum "non-existing autobahn" að þá tók þetta örlítið lengri tíma. En sem sagt mikið stuð...

Næsta ferð er ekki fyrirhuguð fyrr en 20. maí til Þýskalands...

1 comment:

Anonymous said...

"...kynntist þar af leiðandi svæðinu aðeins meira heldur en flestir aðrir."

Þú rammvilltist semsagt, yfirskátinn sjálfur.

:)

Sævar