Mar 18, 2005

Það segir sitt lítið af hverju þegar það líður mánuður á milli færslna hjá manni. Síðasti mánuður hvarf eiginlega bara ég veit eiginlega ekki hvernig...jú kannski. Síðustu helgina í febrúar voru æfingabúðir hjá Svaninum á Laugalandi og ég fór norður á Akureyri á sunnudeginum á skátamálþing. Helgina eftir það var Gilwell, þar sem ég og Jón Grétar héldum næturleik og glymrandi fyrirlestur. og svo um síðustu helgi var haldið til Frakklands nánar tiltekið Jambville.

Ég er sem sagt komin í verkefnahóp hjá Evrópuráði skáta sem á að fjalla um nýjan dagskrárramma fyrir aldurinn 18-25 ára. Við fengum til liðs við okkur um 50 skáta víða úr Evrópu um síðustu helgi til að hefja vinnuna og svo munum við fimm sem skipum hópinn vinna úr niðurstöðunum og kynna nýjan ramma á Evrópuþingi skáta 2007. Þetta þýðir með öðrum orðum að ég þarf að fara á fund í Lúxemborg í júní, Genf í okt, London í des og á ítalíu í mars á næsta ári. Meira hefur ekki verið ákveðið.

Á morgun held ég svo til Þýskalands á IMWe sem ég hef verið að skipuleggja núna í meira en ár. Búningurinn er klár og ég er að prenta síðustu skjölin áður en haldið verður í hann. Þetta verður fjör get ég lofað ykkur. Kem heim 29. mars.

Sá merki atburður varð á þriðjudaginn að Elva og Reynir eignuðust sína fyrstu dóttur :-) Sem betur fer fyrir þau var það ekki strákur því þá hefði hann nú þurft að heita Jón...hehe...segi bara svona. En ég óska þeim að vitaskuld til hamingju með erfingjan...

Auf widesen..ekki segja mér að þetta hafi verið vitlaust...sem það er örugglega...

2 comments:

Anonymous said...

Auf WIEDERSEHEN!! Ekki segja mér að þú sért hérna aðra hverja viku og kunnir þetta ekki!!

Svo er gott að kunna frasa eins og "ich habe Sauerkraut in meine Lederhosen", og "echt krass" og svo má ekki gleyma klassíkernum "aber haben Sie dann keine Widderhoden?".

Bis dann...

Sævar þýski

Álfheiður said...

stúlkan kom nú í heiminn á mánudaginn..