Ótrúleg tíðindi að ég hef verið á skerinu í heila viku. Ég vann fyrstu heilu vinnuvikuna á árinu í síðustu viku og átti afmæli á laugardaginn. já ég varð 27 ára gamall og fékk í afmælisgjöf óvænta afmælisveislu sem Álfheiður skipulagði í samráði við nokkra af vinum mínum. Ég var leiddur í gegnum ýmsar þrautir sem endaði í partýi hjá Önnu Maríu í Hafnarfirði.
Annars er mjög mikið að gera þessa dagana sem ætti að vera auðskilið þar sem ég hef ekki verið á landinu til að vinna fulla vinnuviku síðan á síðasta ári. Næsta ferð er skipulögð til Frakklands 9.-14. mars og svo á IMWe í Þýskalandi 18.-29. mars. Þó nokkur undirbúiningur sem ég þarf að sinna fyrir þessar ferðir.
Langþráð frumvarp um bann við reykingum á veitingastöðum og opinberum stöðum hefur verið lagt fram á alþingi. Ég styð þetta heilshugar og þá verður kannski hægt að fara út að skemmtasér án þess að koma heim angandi eins og öskubakki og með dúndrandi hausverk af öllum þessum tóbaksreyk. Ég hreinlega skil ekki hvernig fólk getur mótmælt þessu eins og félagar mínir í sjálfstæðisflokknum hafa gert - það má ekki ganga á eignarétt veitingahúsaeigenda. Hvers konar bull er þetta, það er í almannahagsmunir sem mæla með því að banna þetta.
Feb 20, 2005
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
1 comment:
Til hamingju með afmælið á föstudaginn!!! Við Sævar vorum á Þorrablóti og skáluðum fyrir þér ;)
Kveðja,
Íris
Post a Comment