Jan 29, 2005

Þá er ég loksins útskrifaður og ber því nafnbótina Viðskiptafræðingur. Mikil gleði, í dag kom fjölskyldan í kaffi og í kvöld verður framhald á veislunni þegar nokkrir gamlir skólafélagar og vinir koma í heimsókn. Allir dirty díteilarnir verða settir hér fyrr en seinna...

Jan 25, 2005

ég er hýr og ég er glöð, jón er komin heim! ég kom á skerið í gær með látum, haldið þið ekki bara að ég hafi verið böstaður í tollinum út af því að ég var með 200 ml. meira af sterku áfengi heldur en leyfilegt er. En þar sem ég játði brot mín greiðlega þá þurfti ég einungis að greiða einkaleyfisgjald og vsk af umframmagninu, auk þess að lofa að framvegins færi ég í gegnum rauðahliðið ef ég væri með eitthvað aukalega. Þetta gerði heilar 578 kr. og á meðan ég var yfirheyrður var verið að bösta eitthvað lið fyrir að koma ólöglega til landsins, bara svona til að undirstinga alvarleika glæpsins sem ég framdi ;-)
En ég fór í frábæra ferð til Hollands, vel skipulagt og árangursríkt námskeið um viðurkenningu á störfum sjálfboðaliða í atvinnulífinu og í skólakerfinu. Ég er að undirbúa námskeið og þýðingu á gögnum sem við munum reyna að gefa út í kjölfarið...nokkuð gott. Síðan heimsóttum við jónarnir Elfu og Reyni í Lundi svona út af því að við vorum á ferðinni. Sem verra er að við vorum svo þreyttir að við náðum ekki að drekka reyni út á gaddinn...better luck next time!

Jan 16, 2005

að vera veikur er alvarlegt mál og ekki barna leikur. það eru atriðið sem eru ekki fyrir viðkvæmar sálir eða hjartveika! Ef þú telur mikla nauðsyn á að leggjast í veikindi skal því beint til yðar að halda yður innan dyra og umgangast ekki annað fólk. Láta yður vaxa skegg og ekki baðast svo dögum eða vikum skiptir. Þegar fílan, hárið og allar vidíóspólur heimilisins og sjoppunnar eru upprunnar þá tekur þú þig saman í andlitinu og stígur á stokk veraldlega leikritsins á nýjan leik og ferð til Hollands...HA...Hollands...JÁ...Hollands! Hey bíddu nú við átti sagan að enda svona - furðulegt!

Þetta er nú bara svona lýsandi fyrir ástandið á mér þessa síðustu daga. Það eina sem ég er að spá í núna hvort ég nái ekki þessum andsk... úr mér áður en ég fer til Hollands á miðvikudaginn. Við skulum nú vona það. S.s. fimmti dagur í veikindum!

Jan 14, 2005

Er að verða góður af veikindunum, smá kvef eftir. Ég ákvað að vera heima í dag til að ná þessu örugglega úr mér en á morgun bíður hvort sem er vinna. Ferlega leiðinlegt að hanga heima og sofa, horfa á sjónvarp, pikka í tölvuna og sofa aðeins meira, síðan er maður búin að sofa svo mikið yfir daginn að maður sofnar ekki fyrr en um miðja nótt. Svona er þetta víst!

Ég ákvað rétt í þessu að ég væri orðin nógu frískur til að fara út að borða og hitta gamla skólafélaga. Enda er ástæða til að fagna, fékk í gær niðurstöðu úr síðasta prófinu sem ég tók um daginn og náði því. Þar með er ég búin að ljúka öllu í Tækniháskólanum og get því útskrifast þann 29. janúar nk. Temmilega sáttur við að hafa loksins lokið þessu og geta haldið áfram. En hvað tekur við, búin með fyrstu háskólagráðu, er það nóg? á maður að fara í master? hvað á maður eiginlega að gera? Vinna er allavega það sem ég geri næsta árið, hvað tekur við þá hef ég ekki hugmynd um. Kannski að vinna áfram eða mennta sig meira eða bara bæði - bæði gott - eins og í auglýsingunni.

En svona er þetta loksins orðin fullvaxta maður - spáið í því...

Jan 13, 2005

ég sit hérna heima veikur núna - ekkert fjör! Fór heim í gær veikur úr vinnunni, þarf að reyna að ná þessu úr mér þar sem ég er að fara til Hollands næsta miðvikudag. Þetta er svona að láta smita sig...úff en kemur svo sem á skársta tíma sem hægt var en ekki þeim besta.

Jan 2, 2005

GLEÐILEGT ÁR!
Það gamla er nú liðið og nýtt og skemmtilegt ár framundan. Síðasta ár var mjög skemmtilegt að mörgu leyti. Ætli það sé ekki best að hafa smá upptalningu á árinu sem var að líða:
Janúar - tja hvað gerðist í janúar úff það er svo langt síðan...jú kláraði skólan (að mestu) og lék í leikritinu meistaranum og margaríta með Hafnarfjarðarleikhúsinu. Stóð reyndar fram í apríl.
Febrúar - Venju samkvæmt átti ég afmæli í þessum mánuði og skrapp til Þýskalands á IMWe fund. Leikritið hélt áfram.
Mars - Skátaþing var haldið í þessum mánuði, æsispennandi kostningar til skátahöfðingja og fleirri mála. Leikritið hélt áfram. Undirbúningur fyrir Evrópuþing skáta kominn á fullan skrið.
Apríl - Ég komst að því þegar ég horfði á fréttaannál ársins að ég hafði misst af annsi miklu þennan mánuðinn. En Evrópuþing skáta var haldið þennan mánuðinn, ekkert páskafrí bara vinna vinna vinna vinna aðeins meira og spila í leikritinu.
Maí - Mig minnir nú að þessi mánuður hafi verið tiltölulega rólegur eftir æsinginn mánuðina á undan.
Júní - Fór til Þýskalands og London. Jón Grétar og Bára giftu sig, það var haldið uppá 17. júní. missti af landsmóti Lúðrasveita og tja...
Júlí - Agnes og Sissi giftu sig og við Álfheiður og ég fórum í Interrailferð um Evrópu. Mikið fjör, hittum fullt af skemmtilegu fólki og áttum yndislegan mánuð - Hvar er HVAR?
Ágúst - Kom heim úr Evrópureisu og fór og flatmagaði í hitabylgju á Úlfljótsvatni meðan ég stjórnaði flokksforingjanámskeiði.
September - Úff vann mikið og fór víða. M.a. fór ég með Svaninum á frábært Lúðrasveitamót í Þýskalandi.
Október - Vann aðeins meira og fór norður á Húsabakka í Svarfaðardal, á Gufuskála og á Úlfljótsvatn m.a. og já slóg í gegn í Sing star!
Nóvember - já bíddu við ég skrapp óvænt til Noregs á fund og hitti Ingó bróðir minni og fjölsk.
Desember - Rólegheit og át. Eyddum jólunum fyrir norðan og áramótunum fyrir sunnan.
Jæja þá er þessari upptalningu lokið í bili. Ég er að læra núna þarf að taka síðasta og eina prófið sem ég á eftir til að geta útskrifast á þriðjudaginn...best að læra!