Svei mér þá ef þetta er ekki búinn að vera strembin vika. Á mánudaginn var svansæfing sem gekk bara mjög vel, á þriðjudaginn var 92 afmæli skátastarfs á íslandi og við opnuðum nýjan skátavef og héldum félagsforingjafund, í gær fór ég á námskeið um hvernig sækja eigi um styrki og um kvöldið var SíL fundur og í dag hitti ég fólk út af námskeiði sem við erum að skipuleggja með Alþjóðahúsi og í kvöld er málþing um dróttskátastarf. Þetta allt er fyrir utan það sem ég á að vera að gera í vinnunni...eða svona með því. púff...
Framundan er fríhelgi sem ég ætla að nota til góðra hluta, m.a. hitta Wiskey klúbbinn
Nov 4, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment