Síðasta helgi var frábær! Ég fór til Noregs á norrænan skátafund í skátamiðstöðinni Ingelsrud. Það var ekki nema 10 stiga frost en mjög stillt of fallegt verður. Eftir helgina var haldið til Drammen þar sem ég hitti Ingó bróðir minn og fjölskyldu. Á mánudeginum var haldið inní Osló þar sem ég hitti Jostein og nokkra aðra norsara. Jostein er með mér í IMWe team og við gátum spjallað um það fullt annað. Ég hætti svo við að fara heim og fékk gistingu í osló um nóttina. Daginn eftir var haldið í miðbæinn og skoðað í búðir. Fann reyndar ekki skátakontorinn eins og ég hafði ætlað mér en skiptir ekki öllu. Ingó kom svo og sótti mig og keyrði mig út á völl.
Framundan er helgi á nýjan leik. Ég geri ráð fyrir að fara í fjallgöngu á morgun og þarf að mæta í kaþólska messu á sunnudag. Annars er helgin lítið plönuð...
Nov 26, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment