Þá er aðventan hafin og styttist í jólin! Ég átti rólegheita helgi, fór á tónleika á laugardaginn hjá Lúðrasveit Hafnarfjarðar og var viðstaddur þegar dreifing friðarlogans hófst í gær í kaþólskirkjunni í Hafnarfirði. Ég og Finnur kíktum á Grand Rokk á laugardaginn og tókum í Kotru, frábært spil.
Afrek helgarinnar urðu ekki öllu meiri!
Nov 29, 2004
Nov 26, 2004
Síðasta helgi var frábær! Ég fór til Noregs á norrænan skátafund í skátamiðstöðinni Ingelsrud. Það var ekki nema 10 stiga frost en mjög stillt of fallegt verður. Eftir helgina var haldið til Drammen þar sem ég hitti Ingó bróðir minn og fjölskyldu. Á mánudeginum var haldið inní Osló þar sem ég hitti Jostein og nokkra aðra norsara. Jostein er með mér í IMWe team og við gátum spjallað um það fullt annað. Ég hætti svo við að fara heim og fékk gistingu í osló um nóttina. Daginn eftir var haldið í miðbæinn og skoðað í búðir. Fann reyndar ekki skátakontorinn eins og ég hafði ætlað mér en skiptir ekki öllu. Ingó kom svo og sótti mig og keyrði mig út á völl.
Framundan er helgi á nýjan leik. Ég geri ráð fyrir að fara í fjallgöngu á morgun og þarf að mæta í kaþólska messu á sunnudag. Annars er helgin lítið plönuð...
Framundan er helgi á nýjan leik. Ég geri ráð fyrir að fara í fjallgöngu á morgun og þarf að mæta í kaþólska messu á sunnudag. Annars er helgin lítið plönuð...
Nov 12, 2004
Það er komin helgi! Hæhó og jibbý jey! Það urðu aldeilis straumhvörf í vikunni - ég er á leiðinni til Noregs eftir viku á fund og að heimsækja Ingó bróðir. Mér bauðst að fara eftir að einn datt út og ákvað að grípa þetta tækifæri, enda hef ég ekki heimsótt hann bróðir minn síðan ég vann hjá honum '97 - spáið í því.
En þessa helgi ætla ég að nýta til hins ýtrasta og ef veður leyfir verður haldið í fjallgöngu.
En þessa helgi ætla ég að nýta til hins ýtrasta og ef veður leyfir verður haldið í fjallgöngu.
Nov 4, 2004
Svei mér þá ef þetta er ekki búinn að vera strembin vika. Á mánudaginn var svansæfing sem gekk bara mjög vel, á þriðjudaginn var 92 afmæli skátastarfs á íslandi og við opnuðum nýjan skátavef og héldum félagsforingjafund, í gær fór ég á námskeið um hvernig sækja eigi um styrki og um kvöldið var SíL fundur og í dag hitti ég fólk út af námskeiði sem við erum að skipuleggja með Alþjóðahúsi og í kvöld er málþing um dróttskátastarf. Þetta allt er fyrir utan það sem ég á að vera að gera í vinnunni...eða svona með því. púff...
Framundan er fríhelgi sem ég ætla að nota til góðra hluta, m.a. hitta Wiskey klúbbinn
Framundan er fríhelgi sem ég ætla að nota til góðra hluta, m.a. hitta Wiskey klúbbinn
Nov 1, 2004
Üpp er runninn nýr mánuður, spáíð í því það er kominn nóvember. Það styttist í jólinn og nýtt ár. Svei mér þá! Það hefur heilmikið verið að gerast síðustu vikur hjá mér, sumir myndu segja of mikið. Um þar síðustu helgi fór ég á dróttskátamótið SAMAN á Gufuskálum, þvílík snild, og um síðustu helgi fór ég á Úlfljótsvatn og var með Sveitarforingjanámskeið. Framundan er langþráð FRÍ - sem ég ætla að nota til góðra hluta. En það er best að snúa sér að vinnunni núna!
Subscribe to:
Posts (Atom)