nú fór ég laglega að ráði mínu...rauk norður í land í brúðkaup og skyldi jakkafötin eftir heima. En að tilstuðlan bróður míns að þá eru þau að koma fljúgandi norður í land í þessum töluðum orðum svo ég ætti að geta klætt mig almennilega í veislunni á eftir.
Ég er nú ekki alltaf mannglöggur, maður hittir marga og stundum slær úti fyrir mér - ótrúlegt en satt! Ég var í mínum mestu magindum að þrífa drossíuna mína á shellplaninu þegar maðurinn við hliðina á mér nb. sem var að þrífa rúta gargar á mig "hvað er þú að gera á norðurlandi" ég hrekk við og lít á manninn - humm hver skildi þetta vera??? þá segir hann "þekkirðu mig ekki" úff sviti jú loksins átta ég mig á því hann hafði verið í tjaldbúðarstjórn á landsmótinu 2002. Svona er þetta þrátt fyrir góðan ásettning að þá tekur stundum smá stund fyrir fattarann að fara í gang.
En jæja best að fara að ná í fötin út á flugvöll!
Jul 3, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment