Vikan líður sveimér hratt! Strax lokið. Frágangi eftir Evrópuráðstefnu skáta er að mestu lokið og við taka önnur verkefni enda fjölmörg sem hafa beðið. Maður hefur eiginlega verið í lausu lofti ekki vitað hvar maður eigi að byrja. Engin sérstök pressa og sumarið frekar laust í reypum. En maður er farinn að huga að næsta vetri og undirbúa starfið fyrir hann.
Gaman að ræða sumarið samt! Framundan er fjöldin allur að utanlandsferðum hjá mér. Í byrjun júní er IMWe fundur og ég fer út 2. júní og kem heim þann 6. næsta ferð er 6. júlí - 3. ágúst en þá munum við skötuhjúin gera víðreisn um Evrópu. Þriðja utanlandsferðin er síðan ferð á lúðrasveitamót í bad orb 9.-13. sept. og svo fer ég væntanlega á námskeið í Brussel í okt. Ég held einhvernveginn að ég verði kominn með nóg þá.
Nóg um ferðaplön...best að klára að undirbúa fundinn sem ég er að fara á...
Apr 29, 2004
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment