Apr 29, 2004

Vikan líður sveimér hratt! Strax lokið. Frágangi eftir Evrópuráðstefnu skáta er að mestu lokið og við taka önnur verkefni enda fjölmörg sem hafa beðið. Maður hefur eiginlega verið í lausu lofti ekki vitað hvar maður eigi að byrja. Engin sérstök pressa og sumarið frekar laust í reypum. En maður er farinn að huga að næsta vetri og undirbúa starfið fyrir hann.
Gaman að ræða sumarið samt! Framundan er fjöldin allur að utanlandsferðum hjá mér. Í byrjun júní er IMWe fundur og ég fer út 2. júní og kem heim þann 6. næsta ferð er 6. júlí - 3. ágúst en þá munum við skötuhjúin gera víðreisn um Evrópu. Þriðja utanlandsferðin er síðan ferð á lúðrasveitamót í bad orb 9.-13. sept. og svo fer ég væntanlega á námskeið í Brussel í okt. Ég held einhvernveginn að ég verði kominn með nóg þá.
Nóg um ferðaplön...best að klára að undirbúa fundinn sem ég er að fara á...

No comments: